Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 46
132 VITASTIGURINN N. Kv. skyldusamsæti, að herra Stolz var þægilega alþýðlegur maður með nokkra siðmenningu að erfðum, en það veit guð, að hann er eng- inn undra-maður á neinn hátt! Nú var hún ábyrg gagnvart manni sínum og syni, og þá ekki sízt minningu föður síns sálaða, um að halda uppi virðingu ættarinnar. Hún varð því að gera víti til varnaðar og sýna, að enn væri það hún, sem réði á Bjarkasetri: gamla konan skyldi verða að fara ofan í almenn- ingsstofu; þar átti hún heima. Þegar hún kom ofan aftur, hitti liún Syl- vester og Auróru í djúpum samræðum. Þau stóðu þegar upp, og hann sagði umsvifa- laust: ,,Það er alveg rétt, Auróra, láttu gömlu konuna fá Iierbergi í hliðar-álmunni.“ „Ég hefi sagt í almenningsstofunni, Syl- vester,“ greip frú Brarner fram í. „Við höfum komið okkur saman um tvö lítil herbergi í hliðat'álmunni, Nóra.“ Hann sagði þetta stutt og ákveðið. Hún svaraði engu, {oví að hún vildi ekki eiga á hættu að stofna til almennrar styrjaldar; en hún kenndi sting í brjósti og greip til hjartans. Þetta var í fyrsta sinn í hjónabandi þeirra, að Sylvester hafði afneitað henni og það meira að segja opinberlega. Henni skildist nú, að hér voru sterk niðurrifsöfl að verki. Auróra hafði notað tímann vel. Það voru henni hin ógurlegustu vonbrigði, að Syl- vester skyldi ekki standa sem áðnr henni við hlið .tryggur og traustur og óhagganlegur. Ef til vill hefði hún ekki verið honum, sem vera bæri? Eða, eða — skyldi vitavörðurinn raunverulega hafa rétt að rnæla------“ að ég geti hvergi fundið örlítinn blett, þar sem strá kærleikans nái að spretta.“ Æ, þau hefðu ekki skilið hana, þau hefðu ekki skil- ið hana.... Dagarnir liðu, og frú Bramer varð æ ein- manalegri, og hugrekki hennar þvarr við hvert virki, sem hún varð að gefa upp í vörn sinni. Smám saman varð hún alltaf á undanhaldi, þar sem kraftar hennar þurru, og viðnámið varð því minna. Hin háreista bygging hrörnaði og lá við falli, allir stæri- lætis-draumar hennar voru miskunnarlaust sundur tættir. I gær var æsku-dansleikur á Bjarkasetri, og þá var dansað í stói'a salnum! Frú Bramer hafði ekki verið jjar viðstödd; hún hélt sig í herbergjum sínum; „hún var ekki sterk fyrir hjartanu.“ Á dansleiknum var brosað dálítið að þessu orðatiltæki — í laumi —; en það var satt, að hún fann til fyrir hjarta, er dansmúsíkin barst upp til hennar úr danssalnum. Allir voru henni góðir, og Sylvester var alltaf óaðfinnanlegur í framkomu sinni við hana. Jafnvel þau Gottlieb voi'u orðin vinir; en hún fann á sér, að hennar valdatíma var lokið. Auróra var hin sterka og mynduga, með hugdirfð æskunnar og glaðværð til fylgdar. Jens var eins og leikfang í höndum hennar, eins og faðir hans. Henni gramdist þetta, og henni fannst allt sem Auróra gerði, vera eins og nálarstungur, sem henni væru ætlaðar. Það átti að pynta hana hægt og seigt til dauða. Hún lá á kné og bað föður sinn að biðja fyr- ir sér; en henni virtist hann snúa sér frá henni og segja: „Þú hefir brugðist mér!“ Hafði hún raunverulega brugðist? Nei. Of- ureflið var of mikið. Þannig lrarðist hún dag eftir dag. Htm fór úr herbergjum sínum aðeins um mál- tíðir. Einn morgun eftir mitt snmar höfðu öll hin farið á silungsveiðar upp í fjallvatn í Steinsnrörk. Og þeirra var ekki von heim aftur fyrr en um kvöldið. Frú Bramer heyrði glaðvært Iijal þeirra og hlátur, er lagt var af stað. Hún lagði svíefilinn yfir eyra sér. Hún kenndi sviða í hjarta ,ekki vegna þess að hana langaði til að fara með Jreim, en sökum þess, að þau skyldu vera svona glöð og hamingjusöm, meðan hún lá hér og engdist sundur og saman í kvöl og örvæntingu. Henni varð hugsað til vitavarð- arins. Já, henni varð oft hugsað til hans upp á síðkastið. Það stafaði sennilega af því, að Gottlieb var svo tíðrætt um hann. Ætti nú

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.