Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 56

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 56
142 FLÓTTAMENNIRNIR skynjað liatur. Farðu nú aftur að sofa, lækn- ír.“ Svo fór ég að sofa í draumnum. Þegar ég opnaði augun næst, fann ég að ég var í raun og veru vakandi, og blóðrauð sólin var að koma upp í austrinu. VIII. Telez var að hrista mig og sagði: ,,Rístu upp, rístu upp. Moll er búinn að fá meðvit- undina aftur.“ Ég stóð á fætur og lagfærði kviðslitsband- ið. Mig klæjaði undan því á mjöðmunum. Ég var búinn að ganga stöðugt með það í þrjá daga og hitinn og svitinn hafði gert húðina viðkvæma, þar sem leðrið snerti hana. Ég var þreyttur og stirður og aumur. Mig verkjaði í fæturna. Moll var. farinn að stynja aftur. Gráu augun voru opin, og hann starði beint upp í himininn. Það var eins og hakan á hon- um héngi máttlaus niður; hann var með opinn munninn, en varirnar huldu tenn- urnar. í útliti var hann orðinn eins og gam- all maður. Þegar ég var búinn að jafna mig, beygði ég mig niður og þreifaði á slagæð hans. Hún sló enn nokkuð reglulega, en var ekki eins kraftmikil. Mér líkaði það ekki, hvernig andardrátturinn var. Telez gaf okkur gætur, og ég sagði við hann: „Rífðu tusku úr skyrtunni þinni, bleyttu hana og færðu mér.“ „Já,“ svaraði hann og gekk niður að sjónum. Moll var brennandi heitt í framan. Telez kom undir eins til baka með tusk- una, rennandi blauta. Ég braut hana saman án þess að vinda úr henni og þvoði Moll í framan. Hann var ótrúlega sveittur og óhreinn. Það virtist færast meira líf í hann við kalda vatnið; hann reyndi að snúa sér, lyfti vinstri hendinni máttleysisleg^ og teygði hann í áttina til mín. Ég tók í hend- N. Kvt ina og lagði hana aftur ofan á hann. Og þá- tók ég eftir því að fingurnir voru allir á iði,. eins og hann væri að reyna að ná í eitthvað- Það boðaði ekkert gott. Ég sagði blíðlega: „Moll.... Henry, heyrirðu til mín?“ Það var ekkert sem benti á að hann. heyrði til mín, en blóðlausar varirnar hreyfðust án afláts. Þær voru skrælnaðar af sótthitanum. Ég hallaði mér yfir hann til að vita, hvort ég gæti skilið, hvað hann væri að segja. En það heyrðust engin orðaskil. Telez sagði: „Fóturinn. . . .“ Hann hristr höfuðið. Fóturinn var ljótur. Hann var orðinn svo bólginn að undrum sætti. Það var hætt að vætla úr sárunum og þau voru óhrein. Það lagði úr þeim megna fýlu. Öklinn og fótur- inn var svartur, holdið byrjað að visna*. Sköflungurinn og lærið var blárautt. Það var ekkert hægt að gera. Ég litaðist um. Cambreau var þar ekkir: Flaubert var steinsofandi, og vinstri kinn- in og sköllóttur hvirfillinn voru á kafi í sandi. Telz var að fara úr buxunum. „Hvað ætlarðu að fara að gera?“ spurði ég- „Þvo mér í sjónum,“ sagði hann. Ég horfði á hann og beið eftir því að; hann færi úr skyrtunni, svo að ég gæti séð sárið á öxlinni á honum. Hann skildi, hvað ég hafði í hyggju, og fór alls ekki úr henni.. „Hvar er Cambreau?" spurði ég. „Ég hefi ekki séð hann,“ svaraði hann.. „Hann var farinn þegar ég vaknaði. Nú fer ég að þvo mér. Ég verð ekki lengi burtu.“ „Farðu ekki langt fram,“ sagði ég. „Skiptu þér ekkert af mér,“ sagði hann.- „Vertu ekki svona skapillur,“ sagði ég. Hann fór steinþegjandi og óð frarn í sjó- inn upp að mjöðmum og fór svo að þvo sér um fæturna með höndunum. Meðan hann var þarna, sá hann mann, sem kom gang- andi vestan eftir ströndinni. Telez veifaðb

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.