Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 30
116
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
N. Kv
frá sér vopnunum. . . .? Er það eldur hins
eilífa Guðs, sem blossar, jafnvel í kjafti
drekans?
— Hann hefir ofþreytt sig við vinnuna,
og bráðlega hnígur hann máttvana niður,
ef við fáurn hann ekki með okkur undir
eins, hvíslaði Bengt að félögum sínum. Samt
þorði enginn þeirra að grípa til hans og
styðja iiann, og hann hélt áfram, talaði hægt
— leitaði að orðum:
— 1 myrkri hefi ég gengið, og myrk voru
orð mín — í gátum hefi ég talað. Hata ást-
ina.... Það eru svikin í ástinni, sem ég
hata. Það er hinn Ijúgandi og smjúgandi
þjófnaður, senr þolir ekki dagsbirtuna. . . .
Fyrst kemur það — eins og ofurlítil, hál og
slímug naðra... . Bengt! Bengt! komdu
hingað — komdu svolítið nær. . . . Sér þú,
Bengt? Þarna — sjáðu, þarna í skotinu við
gráa húsið. . . .
— Víst sé ég, meistari, svaraði Bengt. Það
er ekkert nema hermaður, sem er að klifra
inn um glugga til kærustunnar sinnar. . . .
Ég þekki hann vel — get meira að segja sagt
þér, livað hann heitir.
— Nú. . . . liann heitir?
— Áðui var hann nú ekki nema venjuleg-
ur bóndapiltur og var kallaður Björn sterki.
En í orrustunni á Brunkeberg gekk hann
fremstur á undan hesti herra Steins Sture. —
Hann er hraustur hermaður og ofurhugi,
svo að þú skalt ekki segja neitt slæmt um
hann.
— Og hann er jafn ærlegur og trúfastur,
eins og hann er hraustur og djarfur?
— Það getur þú reitt þig á. — Við Svíar
erum ærleg þjóð!
— En í ástum — þar stelur bróðir frá
bróður, systir frá systur, vinir frá vinum —
og þá fremja hetjur innbrot og skríða inn
um glugga.
— Hliðið er sjálfsagt læst.
— Þú ættir að vera maður til að ganga
fram hjá.
— Það er nú auðvelt að segja, meistari.
— Hann ætti að minnsta kosti að brjóta
rúðuna, svo að brothljóðið og glamrið heyr-
ist. . . . Fyrst kemur naðra þjófnaðarins.
Hún er Iítil og hrædd, og okkur þykir gam-
an að sjá hversu fljót hún er að hringa sig
og skjótast undan. En hún vex og vex, fær
vængi og klær og eitur hennar flekkar jafn-
vel hin skínandi herklæði. Hún er orðin að
drekanum, sem reisir sig upp úr saurindum
jarðarinnar til þess að tæta í sundur og
eyðileggja — og að lokum liggja allt um-
hverfis hana nagaðar beinagrindur af ver-
um, sem einu sinni voru börn ljóssins.
Nú heyrist skyndilega köll og hávaði frá
torginu og næturverðirnir hlupu af stað.
Meistari Andreas litaðist um, eins og hann
vaknaði og nú fyrst yrði var við hina mörgu
vini, sem komnir voru til að mæta honum.
Hann veifaði til þeirra, sem lengst voru
burtu og benti þeim að flýta sér. Svo gekk
hann með hröðum skrefum yfir torgið, sem
var fullt af smá fjalabúðum, markaðsvör-
um, körfum og hestum, sem stóðu bundnir
og átu hafrana sína í makindum af vagna-
botnunum. Meistari Andreas ruddi sér
braut gegnum allt þetta og stökk yfir pok-
ana, sem lágu þvert yfir stíginn.
Rétt við dyr „Ráðskjallarans”“ höfðu tveir
næturverðir gripið tötralegan betlara og
þrýstu honum upp að einum stólpanum
undir svölunum. Hann titraði og skalf, taut-
aði einhver sundurlaus orð og reyndi að
slíta sig lausan.
— Hvað hefir nú þessi aumingi brotið af
sér? spurði meistari Andreas og gerði hreyf-
ingu, sem sýndi, að hann ætlaði að hjálpa
fanganum.
— Það varðar þig ekkert um, svaraði ann-
ar næturvörðurinn — og það jafnvel þótt
við vitum, að þú sért enginn annar en meist-
ari Andreas sjálfur.
— Sleppið þið manninum — eða segið að
minnsta kostí, hvað hann hefir gert af sérl
— Hann hefir stolið.
— Hverju hefir hann þá stolið? Hefir