Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 36
122 VITASTÍGURINN N. Kv. til vill ævilöng óhamingja. En fyllilega drengilegt var það ekki. . . . Nú heyrði hann raddir yfir á Hlynahrygg, skammt undan; þær bárust skýrt til hans um bjart og hlýtt vorloftið. Fyrst heyrði hann Gottliebs gamalkunna og dimmradd- aða hö-hö-hö, og síðan bjartan og skæran kvenhlátur, sem ldjómaði eins og smábjöll- ur. Það var hún, sem verða átti húsfreyja á Bjarkasetri!------ Hann gekk á móti þeim. Þau urðu hans þegar vör, og hlátur þeirra hljóðnaði. Gott- lieb og Jens hægðu á sér og fundu ósjálfrátt á sér, að nú ætti Auróra að ganga á undan. Og hún hélt áfram glöð og brosandi. Dökku augun hennar blikuðu af gleði og hreykni, en hjarta hennar tók að slá ákaft, svo að hún varð að nema staðar sem allra snöggvast-. Þá opnaði Sylvester faðminn við henni, og hún vafði handleggjunum um háls lionum og hallaði sér upp að breiðum barrni hans — sem snöggvast. Hann lyfti henni upp í sterkum örmum sínum, horfði framan í hana og sagði síðan: „Það ert þá þú, sem átt að bera hamingj- una inn á Bjarkasetur?" Og hann kyssti hana ástúðlega á ennið. „Já. Guð blessi ykkur, börnin mín, og gefi, að þið verðið eins hamingjusöm, og ég get óskað ykkur!“ „Hö-hö-hö,“ rumdi í Gottlieb. „þau verða eflaust hamingjusöm.“ „Guði sé lof, þú hefir alltaf verið bjart- sýnn, bróðir minn.“ Hann tók yfir' um herðar Gottliebs, og þannig gengu bræð- urnir á eftir hinum og spjölluðu saman. „Nú er eftir örðugasti hjallinn, Gottlieb,“ sagði Sylvester. „Hö-hö, örðugasti? Aldrei getur nú verr farið en svo, að mér verði fleygt út, og það er nú ekki hættulegt," rumdi Gottlieb. „Nei, nú verðurðu að vera alvarlegur, þetta er ekkert spaug, skal ég segja þér.“ „Tekur hún þessu rólega?“ spurði Gott- lieb. Hann nam staðar og leit á Sylvester. „Hvað áttu við?“ „Veiztu hvað Kröger læknir sagði við mig, þegar konan var farin frá honum?“ „Nei,“ svaraði Sylvester. Hann gat ekki skilið, hvað það kænri þessu máli við. ,,Ég ætla að bíða rólega eftir rás viðburð- anna og sjá, bvað setur,“ sagði hann, „hö- hö-hö!“ „Veslings Kröger. Hann tók því víst alls ekki rólega,“ sagði Sylvester. „O, það er nú allt fallið í ljúfa löð á ný. Allt jafnar sig, Sylvester, sé því aðeins tekið rólega, hö-hö-hö!“ „Við skulum vona það, bróðir minn, við skulum vona það,“ sagði Sylvester. Þeir voru nú komnir inn í trjágöngin, og hvíta stórhýsið á Bjarkasetri blasti við þeim. „Ég skal segja þér það, Sylvester, að í dag stíg ég inn á Bjarkasetur með sérstökum til- finningum. Mér l'innst sem sé, að nú hafi ég einhvern verðleik til að bera, hö-hö-hö!“ „Jæja? Þú ert nú ekki vanur að þjást af neinni tilfinningasemi." „Æjú, ég held nú það, einkum þegar um svona fjölskyldu-gamanleik er að ræða.“ „Þetta er enginn gamanleikur, bróðir minn,“ sagði Sylvester. „Hö-hö-hö, jú svei mér er það gamanleik- ur. Ég spígspora hér eins og grímuklæddur tengdapabbi.“ „Uss, láttu ekki Nóru heyra neitt í þess- um tón, Gottlieb.“ Sylvester laut að honum og hvíslaði: „Það hefir verið mesta hneyksl- unarhellan, að hún heldur alltaf, að þú sért faðir Auróru." „Er ég kannske ekki nothæfur til þess háttar? Ég hélt, að ekki þyrfti neina sér- menntun til þess háttar starfa. Hö-hö!“ „Blessaður, nefndu ekki faðerni á nafni,“ sagði Sylvester. „Ég get vel látið það vera. Faðir Auróru hefir ef til vill verið langtum fínni heldri maður en ég, hö-hö-hö!“ Nú komu þau Auróra og Jens til þeirra. Þau voru bæði ofurlítið vandræðaleg og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.