Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 34
120 VITASTÍGURINN N. Kv „Jæja, segir hann það? Þar held ég, að yf- irhershöfðingjanum, bróður þínum, skjátl- ist, Nóra. Maður verður að vera umburðar- lyndur við æskuna.“ „Yfirhershöfðinginn er mjög umburðar- lyndur. Hann hefir sjálfur einnig verið ungur.“ „Alltaf fyrirmynd og óaðfinnanlegur í framkomu," sagði hann brosandi. „Ekki segi ég nú það. Á lautinantsárum sínum var hann nú helzt til léttur á sér. Hann skemmti sér ef til vill lieldur mikið. Faðir minn hafði að minnsta kosti áhyggj- ur af því.“ „Það þurfti nú sennilega ekki mikið til þess. F.n hvað skrifar hann annars?" „Að Jens hafi ekki sem bezta kunningja og umgengnisvini. Hann sjáist jafnaðarlega á gangi ineð ungri stúlku." „Það er nú vonandi ekkert saknæmt né ljótt i jrví?“ „Hún kallar sig Auróru Stolz Bramer." „O, er það hún. Hún er fósturdóttir Stolz vitavarðar, og það er ágætis fólk.“ „En hefirðu veitt því eftirtekt, að hún kallar sig Bramer?“ sagði hún í vandlæting- arróm og leit á hann. „Þetta er lausaleiks- barn Gottliebs, Sylvester," bætti hún við. „Nei, Nóra, |>að er hún ekki. Hann tók að sér Jressa litlu, munaðarlausu stúlku, eins og þú munt rnuna, og síðan hafa vitavarð- arhjónin gengið henni í foreldra stað. Betri fósturforeldra hefði hún ekki getað fengið.“ „Með hvaða rétti kallar hún sig Brarner?" „Gottlieb telur sig fósturföður hennar.“ ,,Æ, slepptu þessu orði, fósturfaðir! Nefndu hann réttu nafni, þá er það hreinn leikur.“ Hann reis upp úr sæti sínu og rétti úr sér. Hann kreppti hnefann utan um borðþurrkuna, svo að hnúarnir hvítnuðu, og small í þeim. Hinn þrekvaxni maður, með sítt, svart skeggið ofan á breiða bring- una, titraði af geðshræringu. Og hún fann, að augu hans leiftruðu undan loðnum brúnunum; en hún sat alveg hreyfingarlaus. „Þegar ég legg við drengskaparorð mitt,.. þá áttu að trúa því, Nóra.“ „Gáðu vel að Jrér, Sylvester, þú gætir hæg- lega fullyrt, gegn drengskaparorði, eitthvað,. sem Jrú veizt alls ekki,“ sagði hún kuldalega. „Orð bróður míns eru mér næg trygging," sagði hann, og var ofurlítið skjálfraddaður.- „Gottliebs?" Hún hallaði sér aftur á bak.. í stólinn og brosti. Svipur hennar varð ill- úðugur; og illúðugt bros er eins og högg- ormsbit. „Drengskaparorði Gottliebs átt þú einn- ig að treysta. Sórni hans er sómi minn.“ „Eins og Jrér sýnist, Svlvester. En telur þú þessa stúlku hæfilega eiginkonu sonar þíns og honurn samboðna?" „Já,“ sagði hann skýrt og ákveðið. „Það- geri ég.“ Nú stóð hún einnig upp og studdi hend- inni á stólbakið. „Þetta getur ekki verið alvara þín!“ „Jú, það er það. Ég hefi hugsað um þetta lengi, og ég set hamingju sonar rníns ofar' öllu öðru.“ „Hamingju!" sagði hún háðslega. „Já, einmitt hamingju. Finnst Jrér við höfum verið hamingjusöm?" „Við skulum ekki fara að rökræða hjóna- hand okkar. Það varðar ekki þetta mál.“ „Jú, það gerir það einmitt. Það hefir ver- ’.ð lýtalaust og óaðfinnanlegt á allan hátt.- Þú hefir verið dugleg og stjórnsöm hús- freyja á Bjarkasetri, og við höfurn aldrei skiptst á liarðyrðum — en finnst þér, að við höfum lifað hamingjusömu lífi, lífi við mannlegt hæfi?“ Órólégir taugakippir fóru um andlit hennar. „Við skulum setjast aftur og tala rólega saman um þetta,“ sagði hún. „Við kunnum að stilla skap okkar, það höfum við bæði sýnt öll þessi ár, og það eigum við að gera framvegis." Þau settust bæði niður. Hún mælti ekki orð, en horfði á hann með athygli. Langar samvistir höfðu einnig kennt henni að lesa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.