Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 43
N. Kv. VITASTÍGURINN 129 fegurð henanr og frjálsmannlegu fasi og framkomu. „Hún er skynsöm, skal ég segja yður, þessi litla dama,“ hvíslaði amtmaðurinn að yfirliershöfðingjanum; „það verður ekki auðvelt fyrir systur yðar að temja hana.“ „Það er listamannablóð í henni, eins og þér vitið, amtmaður! Já mikið fjandi er hún fjörug og skemmtileg." Samræðunni lauk, er gömul, svartklædd konahirtistniðriítrjá- göngunum og kom hægt gangandi upp að húsinu. Hún var lítil vexti og lotin í herð- um og læddist áfram frá einu trénu til ann- ars. Ef til vill hugðist hún að geta laumast þannig inn eldhússmegin. „Það er sennilega einhver betlarinn,“ sagði frú Bramer. „Ég skal hlaupa ofan til hennar og spyrja,“ sagði Auróra og stóð upp. „Auróra, þú gerir svo vel að hringja á stofuþernuna og biður hana að ganga ofan,“ sagði frú Bramer, og raddblær hennar var algerlega ótvíræður. „Það er ekki þess vert að vera að ómaka hana með því,“ svaraði Auróra glaðlega. Og hún var þegar komin ofan í trjágöngin. Það varð hljótt meðal gestanna, sem allir þekktu frú Bramer og skildu fyllilega vel, að hér var brotið í bága við heimilisreglurnar: en það var fremur óvanalegt á Bjarkasetri. „Mikið andskoti er hún hugrökk," h\ ísl- aði yfirhershöfðinginn, sem var ekki bein- Jínis neinn aðdáandi systur sinnar. Auróra stóð lengi niðri í trjágöngunum og talaði við gömlu konuna. Frú Bramer varð óþolinmóð og tók að stjákla fram og aftur um svalirnar. Að lokum luingdi hún á stofuþernuna, en áður en hún kom, sá hún sér til mikillar skelfingar, að Auróra faðmaði og kyssti gömlu konuna. Hvað átti nú þetta að þýða? Var þetta ef til vill ein- hver fátækur ættingi hennar, sem hér kom óvænt? Ef svo væri, yrði að sjá um að korna henni ofan í þjónastofu. En að þetta skyldi nú þurfa að koma fyrir einmitt í dag. Aur- óra hafði stungið hendinni undir handlegg gömlu konunnar og leiddi hana nú upp að svölunum. Allir gestirnir voru nú ’staðnir upp og fylgdu með athygli rás viðburð- anna. „Þetta er gömul og góð vinkona mín, sem ég hefi ekki séð í mörg ár,“ sagði Auróra og klappaði hönd gömlu konunnar. „Ég skal láta stofuþernuna fylgja henni ofan í almenningsstofuna," sagði frú Bram- er ákveðið. „O, það get ég gert sjálf,“ sagði Auróra og leiddi gömlu konuna yfir grasflötina og upp að aðaldyrunum. „Ég sagði almennings-stofuna, Auróral" Frú Bramer var skjálfrödduð. En Auróra fór ekki ofan í almennings- stofuna, hún leiddi gömlu konuna með sér inn um aðaldyrnar. A svölunum ríkti vand- ræðaleg þögn um hríð. Sylvester beit á vör- ina, og Jens gekk ofan í garðinn. Frú Bram- er iiélt uppi samræðum og sveigði inn á aðr- ar brautir og lét, sem ekkert væri, en bræð- in sauð í henni. Svona hegðunar hafði hún. ekki getað vænst, jafnvel af allra þrjózkustu vinnukonu: „O, Gottlieb! Gottlieb! Mikla ábyrgð hefir þú lagt þér á herðar nteð því að leiða iiana inn á okkar heimili. . . .“ Auróra fór með gömlu konuna upp á her- bergi sitt. Hún hjálpaði henni úr utanhafn- arfötunum og lét hana setjast í góðan stól. Svo lét hún sækja handa henni te og brauð og sat síðan og hélt í höndina á henni. Og gamla konan hló og grét á víxl. „Nei, að það skulir vera þú sjálf, gamla góða Trísa,“ sagði Auróra og leit á gamla, hrukkótta andlitið. „Ég þekkti þig ekki itndir eins, en nú sé ég það svo greinilega — já, víst ert það þú.“ Öll barnæska mín hjá þér er alveg eins og draumur, svo’eilífðar langt finnst mér síðan.“ „Já, það er langt síðan, mörg, mörg ár, Auróra.“ Trísu vöknaði um augu, og hún 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.