Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 53
N. Kv.
FLÓTTAMENNIRNIR
139
þungt andann, en hann virtist ekki vera
neitt verri.
Ég spurði: „Hvað skeði svo?“
„Þá. ... sló ég hann. Ég sló hann utan
undir.“
„Hvers vegna gerðir þú það?“
Telez sneri sér undan. „Hann kallaði mig
tíkarson, svo að ég sló hann. Ég vildi, að ég
hefði gert alveg út af við hann. Hundinn
þann arna!“
„Hvernig fór hann að meiða þig?“ spurði
ég-
„Hann þreif hnífinn minn,“ sagði Telez.
„En ég náði honum aftur. Ég stakk hann
líka. í handlegginn. Svo hljóp ég af stað. Ég
gekk hálfa nóttina."
„Hvað gerði DuFond?“
Telez yppti öxlum. . . . „Hann er hrædd-
ur við Verne.“ Hann tók um öxlina. „En ég
er ekki hræddur við hann. Mér skal takast
að koma honum fyrir kattarnef."
„Svo þeir eru þá á leiðinni," sagði ég.
„Hann er með kvenmann með sér,“ sagði
Telez. „Negrastúlku. Það er vændiskona.
Hann sagði henni, að hann ætlaði að taka
hana með sér til Ameríku. Það er allt og
surnt. Og lofið þið mér nú að liafa frið.“
Við sátum aftur Iengi þegjandi. Andar-
dráttur Molls var farinn að verða nokkuð
óreglulegur. Það gerði mig órólegan. Bólg-
an var svipuð. Slagæðin var næstum eins og
hún átti að vera. Eftir nokkra stund fór ég
að handfjalla hlutina, sem ég hafði tekið úr
vösum hans. Ég stakk á mig eldspýtunum,
og fór að reyna að sjá á landabréfið; en
tunglsljósið var farið að dofna og ég gat
ekki greint neitt á því. Ég braut það sarnan
og stakk því í vasa minn. Svo leit ég á átta-
vitann, en það var of dimmt til að sjá nál-
ina. Ég lét hann hjá landabréfinu. Ég fór
að þreifa í kringum mig eftir gömlu biblí-
unni, en gat ekki fundið hana. Ég tautaði:
„Það var einkennilegt," og hélt áfram að
þreifa í sandinum.
„Ég er með hana,“ sagði Cambreau.
„Með hverja?“ spurði ég.
„Það, sem þú ert að leita að.“
„Láttu mig þá hafa hana,“ sagði ég. „Þú
átt ekkert í henni. Moll á hana. Ég ætla að
hafa hana með hinu, sem hann á.“
Hann dró biblíuna upp úr buxnavasa
sínum og rétti mér hana.
„Þú ættir að lesa hana,“ sagði hann við
mig og bætti svo við, „Moll þarf hennar
ekki lengur með.“
Telez færði sig ögn lengra burtu. „Þessi
maður er djöfull," sagði hann hásum rómi.
Ég titraði svolítið og lagði biblíuna niður
við hlið mér. Ég andaði djúpt að mér, og
svo spurði ég Cambreau:
„Ertu djöfull?"
Cambreau varð hissa á svipinn.
„Hvers vegna spyrðu að því, læknir?“
„Þú ert svo — ja, einkennilegur," sagði
ég. „Og svo veiztu óorðna hluti.“
Það var löng þögn.
„Jæja. . . . spurði harin, „hversvegnadjöf-
ull? Því ekki engill?. . . . Englar geta séð
ýmislegt fyrirfram, er það ekki?“
Það fór hrollur um mig og ég spurði:
„Hver ertu annars, Jean?“
„Djöfull!“ sagði Telez aftur.
Cambreau andvarpaði. „Það er alveg
sama. Einhvern tíma muntu sjá mig eins og
ég er.“
Ég horfði á hann, og ég skalf ennþá.
Hann reis á fætur og horfði hugsandi á mig.
Að lokum brosti hann.
„Flaubert kemur h'klega bráðum," sagði
hann. „\7ertu ekki hræddur, jregar þú sérð
hann. Hann er sjálfsagt mjög æstur.“
Hann hélt af stað vestur eftir ströndinni
og hvarf brátt í skugga.
VI.
Flaubert kom.
Ég hafði sofnað fast og þegar ég vaknaði,
var mér ískalt Mig sveið Hka í rispurnar.
Fyyst hélt ég að það hefði vakið niig; en svo
var ekki. Ég skimaði í kringum mig og sá
18»