Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 17
IN.Tfcv,
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
ísins, ræfill á heimili sínu og svikari gagn-
’vart vini sínum.
— Það var ég, sem byrjaði að tala um ást-
ina, meistari, ekki þú, sagði Bengt.
— En það var ég, sem kom þér til þess,
svaraði meistarinn, og nú hefi ég þig á vog-
inni. — Þú og ást þín eruð eitt. Þar ert þú
heill og óskiptur. Það merkir, að þú ert
gæða-maður, en ekki fæddur til að fram-
kvaema nein stórvirki. Værirðu það mundir
þ)ú kveinka þér við að finna þig vera tekinn
til fanga og tafinn á braut þinni.
— Meistari Andreas, sagði Bengt — hættu
nú að fara hörðum orðum um þessa tilfinn-
ingu, sem er mér allt.
— Allt, segir þú. Þú átt ekkert eftir, þeg-
ar þessi kennd þín einhvern tíma brennur
.. út og fellur í ösku. Og falla hlýtur hún. . . .
Ég, sem er vanur að rnóta og nota hringfara
— ég veit, hvað ástin er: Hún er boglínan í
hnénu. Hún er hálfhringur brjóstsins. Að
þeim hálfhring þrýstir söngvarinn enni
sínu í sturlun, og þá tónar harpan! Það er
broslegt — en það er um leið hjartaskerandi.
— Skelfing er heiti þess dags, er lína hálf-
hringsins skorpnar saman og aflagast, svo
að hún á ekki lengur við hringfarann minn
.... Heilbrigðin og fegurðin þrá að sam-
einast til framtímgunar, viðhalds og fram-
fara mannkynsins. Hvað mundi af því leiða,
ef kerlingarfita og ljótleiki, flöt brjóst og
rauð andlit vektu sörnu þrá? En um allt
þetta talar fólk sviksamlega af ótta. — Sjálf-
ur er ég haldinn af sama óttanum, og ég flý
ástina eins og verstu ógæfu.
— Þú talar eins og munkur.
— Það geri ég vegna þess, að munkarnir
hafa rétt að mæla. . . . Þegar tímar líða,
munum við aftur talast við.
Meistari Andreas stóð á fætur os; leit á
hópinn, sem saman var kominn í ölkjallar-
anum. Hann var klæddur í dökka, skraut-
lausa yfirhöfn, og hann hafði þann vana að
kreista við og við hringfara úr járni, sem
hann hafði stungið undir beltið.
103
— Hermenn, hljóðfæraleikarar, hand-
verksmenn! sagði hann. — Þið hafið heyrt
samræðu okkar, og þetta vil ég nú segja;
ykkur: Hættið að syngja amorsvísur, hættið
að sækjast eftir konum, því að bráðlega
munum við allir sitja á bekkjunum aflóga
og deyjandi og iðrast, að við vörðum ekki
stundum lífsins betur en við gerðum. Ég
hata ástina — lostann, vegna þess að hann
rænir okkur herraveldinu yfir eigin gerðum
og er okkur til hindrunar í að framkvæma
þau verk, sem við eigum að vinna. . . . Sjálf-
ur er ég kvæntur maður, þótt ég nú hafi
skilið konu og börn eftir heima. — Ég skora
á ykkur, svo framarlega sem ærleg hjörtu
slá í brjóstum ykkar, að við nú allir tök-
umst í hendur og stofnum með okkur frjálst
og nafnlaust bræðralag og heitum því, að
við jafnan skulum heiðra okkur sjálfa með
ráðvöndu framferði.
Sumir drykkjukapparnir höfðu ekkert
svar við orðum hans annað en háreysti og
hlátur, en hinir voru samt fleiri, sem ýttu
krúsum og könnum frá sér og þyrptust að
honum.
— Þú óttast, meistarisögðu þeir — að
veraldlegar hugsanir muni trufla þig við
verk þitt — hina fyrirhuguðu mynd, sem
vissulga mun verða dýrleg að skoða. — Bless-
aður veri sá dagur, þegar við fáum að sjá
það verk fullkomnað og heilsa því í kirkj-
unni! Hvað er það nú, sem það á að tákna?
Sankti Göran, sem frelsar konungsdóttirina
úr klóm drekans! Það táknar hið fagra, jóm-
frúlíka Svíaríki, sem nú er frelsað úr klóm
kúgarans!
— Já, þannig hefir herra Steinn Sture
hugsað sér það, góðir menn, svaraði meist-
arinn. — En ég get ekki skorið myndina út
eftir neinu öðru en mínum eigin hugmynd-
um.
Bengt Hake spratt á fætur, faðmaði meist-
arann að sér og kyssti hann á báðar kinnar.
— í ljósbirtunni talið þið allir eins og
hræsnarar! hrópaði hann. — En litla trú