Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 51

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 51
N. Kv. FLÓTTAMENNIRNIR 137 Ég leit á hann. JÞungur alvörusvipur hvíldi á andliti hans. Hann sagði: „Þetta var samt snilidarlega gert hjá þér.“ V. Hér um bil klukkutíma seinna kom Jesus Telez, önugi Spánverjinn, austan eftir ströndinni. Hann var móður og másandi og hélt um aðra öxlina. Hann henti sér þreytu- lega niður við hliðina á okkur og sagði: „Gott kvöld, herrar mínir." Fötin hans voru í tætlurn og það voru ljótar rispur framan í honurn og á fótleggj- unum. Það glitraði í tunglsljósinu á róðu- krossinn, sem hann bar um hálsinn. Hann hélt, að Moll væri sofandi, þangað til hon- um varð litið á öklann á honum. Þá tók hann andköf, og spurði: „Guð minn góður, hver er þetta?“ „Þetta er Moll,“ sagði ég. „Já, já, en fóturinn. . ... “ „Það beit hann höggormur,“ sagði ég. Telez varð óttasleginn á svipinn. Hann krossaði sig og beit á vörina. Cambreau sat beint á móti honum og horfði forvitnislega á liann, og hann brosti aðeins um leið og hann kom auga á gyllta róðukrossinn. Ég leysti bandið af fætinum á Moll. Hann var hættur að svitna. Hann var líka hættur að kúgast. Slagæðin: góð, andardrátturinn: góður. Við sátum þöglir yfir honum." Mér rann ögn í brjóst, Þegar ég vaknaði, voru bæði Telez og Cambreau horfnir. Ég varð áhyggjufullur, reis upp í snatri og skimaði í kringum mig. Tunglið var búið að breyta sjónum í sindrandi geisla- breiðu.... Mig langaði til að fara og gæta að þeirn, en ég gat ekki yfirgefið Moll. Ég athugaði öklann og sá að sárin voru hrein. Ég tók á enni hans. Nú var það heitt. Hann dró enn- þá andann mjög reglulega og var hættur að stynja. Hann var enn meðvitundarlaus. Nokkrum mínútum seinna sá ég manns- skugga bera við endurskin tunglsins í sjón- um, og ég horfði á hann stækka um leið og hann nálgaðist mig. Ég kallaði: „Hó. Hver er þar?“ „Telez.“ Þegar hann var kominn til mín, settist hann á hækjur sínar í sandinum, og gætti þess vel að líta ekki á öklann á Moll. Hann beit allt í einu saman vörunum. Hann kveinkaði sér öðru hverju. „Hvert fórstu?“ spurði ég. Hann benti með höfðinu í áttina að sjónum. „Ég var að þvo mér.“ „Þú ættir ekki að gera ]:>að,“ sagði ég, og lagði um leið hendina á öxlina á honum. „Að minnsta kosti ekki fara langt fram.“ „Æ,“ sagði hann, og færði sig lengra frá mér. Ég glápti á hann. „Hvað er að þér?“ „Ekki neitt,“ sagði Telez. „Af hverju varstu þá að hljóða?“ spurði ég. ,,Það er eitthvað að öxlinni á þér.“ „Það er ekki neitt,“ sagði hann. „Láttu mig í friði. Það er ekki nokkur skapaður hlutur.“ Hann var farinn að tala spænsku. „Það er öxlin á þér,“ sagði ég. „Nei.“ „Þess vegna varstu að þvo þér. Þú varst að þvo öxlina á þér.“ Ég þreif í hinn handlegginn á honum og dró hann til mín. Hann vildi ekki koma. Hann kippti að sér hendinni og horfði reiðilega á mig. Eg gat séð dökkan blett á vinstri öxlinni á skyrtunni hans. „Hagaðu þér nú ekki svona óskynsam- lega, Jesus. Ég skal gera \ ið þetta fyrir þig. Hvað skeði?“ „Vertu ekki að kalla mig ]esus,“ sagði hann önugur. „Láttu mig vera. Það er ekk- ert.“ Ég ætlaði að fara að svara, þegar mér varð litið við og sá að Cambreau var kominn aft- ur og sat hinum megin við Moll. Ég spurði: „Hvar varstu?" ]8 L

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.