Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 31
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 117 hann kannske stolið heiðri og hamingju • annarra? — Hann brauzt inn í eina a£ fjalabúðun- um á markaðstorginu. — Og hvers vegna? — Hann segir vera búinn að svelta í þrjá daga — og það var brauð í búðinni.... En hann hefði ekki átt að vera útaf eins kátur og hann var. Hann lamdi og hamaðist, og .áður en hann vissi a£, brotnaði hlerinn og ■ datt niður á steinana með svo miklum há- ~vaða, að það heyrðist um allt torgið. — Og svona þjófa setjið þið í fang- ^elsi. . . . Sleppið þið honum! sagði meistari .Andreas skipandi. Þá kom allt í einu út úr mannþrönginni .hönd, sem benti á meistara Andreas, og rödd heyrðist hrópa: — Sjálfur ert þú þjófur, meistari! Þú, sem hefir svikið bezta vin þinn og tælt húsfreyju hans! Meistari Andreas hopaði æstur eitt skref aftur á bak. Hettan féll af höfði hans. — Hver dirfist að segja slík orð? hrópaði hann. — Látið hann koma fram! — Hann er þegar horfinn, svöruðu næt- urverðirnir. — Hver var hann? Um það spyr ég, mælti meistari Andreas. — Nú — það var Gorius trésmiður! — Gorius trésmiður. . . . — Þú ættir annars ekki að vera að gera þ>ig svona merkilegan, meistari, sagði ann- ar næturvörðurinn. — Við næturverðirnir vitum mæta vel, hvernig allt gengur til þarna hinum megin í garðinum, þegar þú og unga húsfreyjan þar, hún Metta, eruð tvö ein. — Það veit líka öll borgin — allir nema Bengt Hake sjálfur. . . . Þannig er það líka venjulega. Bengt hrynnti upp dyrum ölkjallarans, i svo að birtan frá þakljósum og stikum þar inni skein skært á meistara Andreas. — Segðu, að það sé rógur, meistari! — bað hann — segðu það rólega og ákveðið, og all- ir munu trúa þér! — Segðu það, meistari, hrópuðu her- mennrinir og hljóðfæraleikararnir inni í salnum. — Þú ert góður maður, og svik verða ekki fundin hjá þér. Þú hefir gert okkur að betri mönnum en við vorum áður. Við trúum því, sem þú segir! Bengt Hake teygði sig á móti honum, eins og hann ætlaði að faðma hann að sér. — Segðu það. . . . rólega og ákveðið! Meistari Andreas beygði höfuðið og sneri sér undan ljósbirtunni. — Það varð dauða- þögn. Annar næturvörðurinn lagði eyrað næst- um því að vörum hans og heyrði hann tauta með miklum hraða, eins og hann væri að þylja bæn: — Heilagi sankti Göran! Er kærleikur þinn til jómfrúarinnar fögru ekki sterkari en það, að þú gætir gerzt þjófur? Slíðra þá sverð þitt og haltu leiðar þinnar. En sé al- vara í hjarta þínu, ríð þá fram með bera ásjónu og lát allan heiminn sjá, að þú stríð- ir við nöðruna, sem vex og verður að dreka! Næturvörðurinn skildi hann ekki og hristi höfuðið. En meistari Andreas hafði þegar stigið upp á þröskuldinn, og nú hróp- aði hann inn í salinn: — Réttið út vopn! — Sverð handa Bengt og annað handa mér. — Það er það einasta, sem við nú getum gert! — Líf tveggja hefir þú eyðilagt! kveinaði Bengt. Og án þess að bíða, greip hann tígil- hníf sinn og rak hann mörgum sinnum á kaf í brjóst meistarans. Meistari Andreas stóð um hríð, hallaðist upp að dyrastafnum og þrýsti lófanum yfir banasár sitt. Blóðið seitlaði út milli fingra hans. — Það er nú úti um mig, og mál mitt er á þrotum, sagði hann. — Kallið ekki skelf- ingar og hatur yfir minningu mína, eins og væri ég mikill glæpamaður. Það væri alltof mikill heiður fyrir mig, og til þess er ég líka

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.