Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 29
N. Kv.
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
115
agsandahúsið".1) En ég er alveg sannfærður
um, að þegar þú ert búinn að drekka bikar
af góðu víni og hefir fengið þér góðan hlát-
ur í vinahópnum, þá verður þú aftur eins
og maður.
— Já, Bengt. Geti ég aðeins fengið mér
góðan hlátur, þá verð ég aftur eins og ég á
að mér, svaraði meistarinn.
Þeir lögðu af stað út í myrkrið og þreif-
uðu sig áfram yfir döggvott grasið í garðin-
um. En er þeir komu að garðshliðinu, stanz-
aði meistari Andreas snögglega.
— Heyrir þú ekki neitt? hvíslaði hann.
— Hvað hefði ég átt að heyra? svaraði
Bengt.
— Það skrjáfaði í einhverju uppi í svala-
ganginum — h'kast því að einhver hefði
dregið dúk eftir gólfinu.
— O — það er víst hún Metta, sem hefir
verið að gæta að, hvort mér mundi takast að
fá þig með mér út til vinanna, sagði Bengt.
— Og ef ég hefði nú ekki farið með þér?
— Nú, þá vissi hún, að ég Iiefði farið ein-
samall.
—• Við skulum flýta okkur!
— Já, en það varst þú, sent stanzaðir,
meistari.
Þeir héldu áfram rnilli garða og húsa, sem
mörg voru enn í rústum eftir síðasta ófrið.
Á einum stað, þar sem viðarkol og aska
brakaði undir fótunum, höfðu nokkrir
beiningamenn og holdsveikir kveikt upp
eld á tígulsteinshlóðunum, sem stóðu einar
eftir af húsinu. Maður með tréfót og hækju,
sagði aðkomumönnunum, að einmitt á jress-
um stað hefði hann hjálpað til að grafa
nokkra fallna, danska riddara, og þegar þeir
gálu honum ölmusu, þakkaði hann og bað
þá umfram allt að vanrækja ekki að fara inn
í Stórkirkjuna og skoða hið fagra minnis-
merki, sem þar hefði nú verið reist til minn-
ingar um sigurinn.
Sums staðar var jarðvegurinn svo blautur,
að þeir urðu að stikla á stokkum og stein-
um, og liinn stríði straumur, sem rann
vinstra megin við gangstíginn, skvetti vatni
á klæði þeirra. I borgarhliðinu rannsakaði
vörðiirinn þá nákvæmlega við skriðljós sitt,
áður en þeir fengju leyfi til að halda lengra.
En inni í sjálfri borginni sást jjað á öllu, að
þar var hátíð, því að fólk var ennþá á ferli,
og ennþá heyrðist fótatak og þýzk orð í hin-
um bröttu, þröngu götum. Hátíðaklæddir
kaupmenn komu ásamt konum sínum frá
gildaskálunum með blys í höndum, og
birkilaufskransar sáust hanga hér og þar yf-
ir húsdyrunum.
Bráðlega gullu við fagnaðaróp, og meist-
ari Andreas var umkringdur af óþreyjufull-
um vinum, sem langaði til að fá hann með
sér í ,,Ráðskjallarann“. En hann var svo
annars hugar, jjegar liann svaraði kveðjum
þeirra, að þeir spurðu undrandi, hvort hann
Jrekkti þá ekki — og enn einu sinni tóku
þeir eftir, að það var einhver hula yfir aug-
um hans, eins og hann horfði inn í höfuðið
á sjálfum sér og sæi ekki ]:>á, sem hann tal-
aði við.
Þegar Jreir komu að kirkjunni, námu þeir
staðar og Bengt benti á lítinn, rauðleitan
neista, sem lýsti fyrir innan gluggann.
— Taktu eftir Jressum neista, meistari,
sagði hann. Það ert þú og enginn annar, sem
hann hefir tendrað. Þetta er hjaltið á sverði
sankti Görans, sem lýsir í skini hins eilífa
lampa. Jafnvel í myrkrinu berst hann ennþá
við drekann — við synd lostans, sem Jrú
hatar!
Meistari Andreas sleppti handlegg hans
og teiknaði eitthvað með fætinum á götu-
steinana. Það var engu líkara, en hann væri
að leita að ráðningu á gamalli gátu.
— Að hata — hata lostann — hata ástina?
sagði hann. Það er eins og að segja: Ég hata
loftið, ég hata vatnið, ég hata mitt eigið
auga! Hvaða gagn er að hatrinu? Það er orð
í reiði — og ekkert meira. — Hefi ég Jrá farið
villur vegar. . . .? Mun sankti Göran fleygja
15*
3) Spítali — m. a. fyrir geðveika.