Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 44
130 VITASTÍGURINN N. Kv. strauk gætilega um hár Auróru og mjög ástúðlega. „Er Povelsen forstjóri enn á lífi og þeir hinir?“ spurði Auróra. „Nei, fjölleikahúsinu var hætt, og for- stjórinn drakk sig í hel fyrir mörgurn árurn, og hinir — já, þeir eru dreilðir um víða ver- öld, eins og þess háttar fólki er tamt.“ „En þú, Trísa, lrvar hefir þú verið öll þessi ár?“ „O, ég hefi nú verið hingað og þangað. I æsku var ég hárgreiðslukona, já meira að segja dugleg í þeirri iðn." Hún brosti; og þá iðn tók ég upp aftur, þegar fjölleikahús- ið hætti störfum. Ég hefi rétt aðeins getað lifað á því, hingað til.“ „Veslings Trísa, þér hefir víst liðið illa?“ „Ojæja, svona öðru hvoru. En verst hefir samt verið að vera svo einmana." „Áttu enga ættingja?“ „Nei* að minnsta kosti enga, sem ég þekki,“ sagði hún hæglátlega og hljómlaust. Þær sátn lengi og spjölluðu um gamla daga, og um það, hvernig þeim hefði liðið síðan. „Þú mátt trúa því, að ég hefi sífellt haft þig í huga, Auróra, og ég varð svo glöð, þegar ég frétti, hve vel þér reiddi af hjá öll- um þessum góðu manneskjum.“ „Þakka þér fyrir, Trísa. Ég skil ekki í, hvernig fyrir mér hefði farið, veslings mun- aðarleysingjanum, hefðir þú ekki tekið mig að þér á þeim árum.“ „O, ég hefði nú átt að gera miklu rneira fyrir þig, Auróra, miklu meira!“ Hún grét í hljóði. „Þetta máttu ekki segja, Trísa. Þú gerðir allt sem þú gazt fyrir mig, og kenndir nrér bæði bænir og að prjóna sokka og margt fleira.“ „Ég kunni sjálf svo lítið, Auróra; ég var barn fátækra íoreldra og varð að fara allt of snemma að heiman, allt of snemma.“ „En hvers vegna hefirðu ekki skrifað mér, Trísa. Hvers vegna komstu ekki fyrr en þetta?“ „Onei, Auróra. Ég vildi ekki gera þér skömm með því að minna fólk á, að þú værir,------jæja, nú getur það verið sama, barnið rnitt. Ég hefi orðið að lifa einmana um ævina — ég hefi ekki íþyngt neinum með áhyggjum mínum, ekki einu sinni hon- um, sem það hefði þó staðið næst. Það var ef til vill ekki rétt af mér, Auróra, ekki rétt þín vegna? En ég var nú einu sinni af því tagi, sem eru fátækir og stórlátir samtírn- is------“. Hún sat lengi hugsi. Fingur hennar struku titrandi um borðteppið. Auróra stóð upp. Hún leit með athygli á sviphryggt and- lit gömlu konunnar, og allt í einu skaut upp nýstárlegum grun í huga hennar: „Barnið mitt,“ hafði hún sagt —-------- „barnið mitt!“ Svo laut hún allt íeinuniður og vafði handleggjunum um hálsinn á Trísu, lagði höfuðið að brjósti hennar og sagði með grátekka: „Mamma — mamma — að þú skulir ekki hafa komið fyrr!“ — Þann- ig sátu þær lengi. Hvorug mælti orð af munni. Báðar grétu hljóðlátlega. Loksins hvíslaði garnla konan: „Ég hefði víst heldur ekki átt að koma núna, Auróra, en ég þráði svo að sjá þig aftur, þó ekki væri nema sem allra snöggvast-------. Ég skal fara undir eins aftur.“ „Nei, nú skaltu vera hér kyrr, mamma, vera alltaf hjá okkur.“ Hún hallaði lröfði niður á öxl gömlu konunnar og klappaði henni á kinnina. Þá var drepið á dyr, og þerna kom inn og sagði, að gestirnir væru að fara og ætluðu að kveðja. „En elsku Auróra, get ég setið hér eftir í þessu fína herbergi, einsömul?" „Sittu bara og hvíldu þig, mamma, svo kem ég bráðum aftur upp til þín.“ Auróra kinkaði til hennar kolli og gekk út úr her- berginu. „Mamma!“ hvíslaði gamla konan —. ,,Mamma!“ Hún hallaði höfðinu niður að borðfletinum og spennti greipar. . . .

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.