Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 54

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 54
140 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. að Moll var ennþá meðvitundarlaus. Telez var sofandi, og Cambreau var ekki kominn aftur. Þá heyrði ég einhvern kalla: ,,La Salle, læknir!" Hljóðið kom innan úr myrkrinu í frum- skóginum. Röddin var rám og hræðslu- blandin; ég hrökk við og hentist á hliðina. Ég fékk sáran sting í nárann. Ég sagði, nærri óheyranlega, af því að ég hafði vaknað svona snögglega: ,,Hver er þar? Hver er þetta?“ ,,Það er ég, læknir! Aumingja Rudolph! Bjargaðu mér, læknir! Hann ætlar að drepa mig! Hann er á hælunum á mér og hann ætlar að drepa mig, alveg eins og hann drap Dunning!“ „Flaubert,“ sagði ég, eins og við sjálfan mig. „Sá, sem þeir segja, að sé vitskertur." Ég stóð á fætur og einblíndi á staðinn, þar sem svartur skógurinn og hvítur sandurinn mættust. „Hvar ertu? Ég sé þig ekki.“ Höfuðið á Flaubert reis hægt upp yfir runnann, sem hann hafði falið sig á bak við. Tunglið skein á höfuðið á honum, og varp- aði draugalegum blæ á skallann. Ég gat greint augun í honum, starandi, og upp- glennt af skelfingu. Hann sagði: „Hérna er ég, læknir!.... Aumingja, aumingja Rudolph!" Ég hlustaði naumast á hann. Ég hlustaði á erfiðan andardrátt Molls og datt um leið í hug höggormurinn, sem hafði bitið hann í fótinn. Ég kallaði strax: „Komdu út úr runnanum, Flaubert! í guðs bænum komdu út úr runnanum niður á sandinn!" Hann hafði auðsjáanlega verið að bíða eftir að ég segði sér það, því að hann hentist gegnum runnann og þaut eins og í blindni yfir sandinn. Þegar hann var kominn alveg að mér, henti hann sér á mig, greip utan um hrén á mér, og setti mig um koll. Ég meiddi mig. Fvrst hélt ég að hann hefði verið að ráðast á n,:g, og reyndi að færa mig frá hon- um; en hann grúfði sig niður við fæturna á mér, og sagði: „Þú ætlar að bjarga mér, er það ekki? Þú ætlar að bjarga aumingja Rudolph. Þú læt- ur hann ekki meiða mig?“ Ég kenndi í brjósti um hann. Ég settist upp, klappaði á hendina á honum og sagði vingjarnlega: „Auðvitað fer ég ekki að láta hann gera þér neitt mein, Flaubert.“ Hann reisti sig upp of fór að gráta. Hann hágrét, og andlit hans skældist aumkunar- lega. Tárin runnu niður í sandinn. Ég klappaði á hendina á honurn. „Vertu ekki að þessu,“ sagði ég. „Nú lag- ast þetta allt saman.“ „Hann ætlaði að drepa mig,“ sagði hann snöktandi. „Hver?“ spurði ég. „Weiner," sagði hann. Hann þurrkaði sér um augun með handarbökunum. Hann hætti snögglega að gráta og hvessti á mig augún. „Þú lætur hann ekki gera það?“ ,,Nei,“ sagði ég. Weiner var Þjóðverjinn með forustu- kenndina. Flaubert hallaði sér tortryggnislega að mér, og sagði lágt í ógnunartón: „Vertu ekki að skrökva að mér!“ „Ég mundi aldrei skrökva að þér, Flau- bert,“ sagði ég; og bætti við smjaðrandi: „Þú veist það.“ ,.já,“ sagði hann, og augnaráðið varð dapurt. „Ég veit það .... Það var Weiner. Alltaf nteðan við vorum inni í frumskógin- um vissi ég, að hann ætlaði að drepa mig. Og það getur vel verið að Dunning hafi líka verið að hugsa um það. Þeir vildu ekki hafa mig með sér. Þeir sögðu: Þú er vitfirr- ingur, Flaubert, farðu til fjandans. — Þeir tönnluðust alltaf á þessu þó að þeir vissu vel, að ég er alls ekki vitskertur." Ég starði á hann. „Sagðir þú að Dunning væri dáinn?" „Ég er ekki vitskertur," sagði hann. „Ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.