Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 18
104 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv„ hefi ég á hreinleika hjartna ykkar í myrkri! Um meitsara Andreas er öðru máli að gegna, því að hann er gagntekinn af heilög- um vilja og krafti og þess vegna hlýtur það verk, sem hann skapar, að verða voldugt. Látum okkur slá hring um hann og vernda hann! Vináttunni milli hans og mín mun ég halda heilagri til hinstu stundar lífs míns! Þið getið gefið honum ykkar tál- drægu dyggðarheit. Ég mun bera fram aðra og dýrlegri vinargjöf, sem staðfesta skal trú mína til þessa manns: Það dýrasta og feg- ursta, sem ég á í þessari veröld, gef ég hon- um. — Metta — litla húsfreyjan mín heima, skal standa fyrir augliti hans og vera honum fyrirmynd, þegar hann sker út meyna, svo að hún verði það fegursta, sem hann nokkru sinni hefir skapað hingað til í öllum sínum löngu ferðum um fjarlæg lönd! Allir viðstaddir gerðu góðan róm að ræðu Bengts, hrósuðu vináttubragði hans og kepptust um að taka í hönd meistarans. Og þegar klukkan nú sló lagði hver og einn af stað heim til sín. II. Garður sá, er Bengt átti og bjó í, stóð á Kepplingahólma, og þar í sjóbúð alveg nið- ur við straumvatnið hafði meistari Andreas valið sér verkstað. Gegnum vindaugað á gaflinum flugu bíflugur sumarsins út og inn, og þegar hann stóð í efstu rimum stig- ans við eikarbolinn, sem hann hjó myndirn- ar úr, gat hann séð siglur skipanna úti á straumnum og eirgrænt þakið á borgar- kastalanum. Að baki hans, landmegin á hólmanum, mynduðu húsin ferhyrndan garð, og þótt þar yxi hvorki runni né tré, grænkaði grasið þar eigi að síður og var svo stráð hvítum og gulum blómum, að hann oft kallaði garðinn „hina endurfundnu Paradís“. Á hverjum morgni sat Bengt í svalagang- inum framan við húsið og æfði sig að leika hergöngulög og dansa, oft varð hann að hætta skyndilega í miðju lagi til að greiða- hárið frá andlitinu. Stundum heyrðist líka rödd húsfreyju hans, hennar Mettu. — Hún. hafði þann sið, þegar henni datt í hug, að- hún þyrfti að tala við einhvern, þá fór hún. aldrei að gá að viðkomandi, heldur kallaði hárri röddu, livar sem hún var stödd. Þegar hún nú átti að vera fyrirmynd meistara Andreasar við smíði hans á kóngsdóttur- inni, kom það oft fyrir, að hún allt í eintt fór að hrópa á vinnustúlkurnar eins hátt og hún gat, þar sem hún lá og kraup á linján- um í sjóbúðinni með bláu skikkjuna hefta. yfir aðra öxlina. Að þessu hentu margir gaman, því að aldrei skorti áhorfendur, þeg- ar meistarinn var að verki sínu. Stóðu þeir f röðum meðfram veggjunum og liorfðu á — eða kannske komu þeir líka til þess að dást að litlu húsfreyjunni, henni Mettu. — Stundum komu jafnvel nokkrir háttsettir herramenn. En öllum, sem komu, sagði meistarí Andreas það sama: Hann dáðist að Mettu og lýsti því yfir, að hann gæti aldrei orðið þreyttur á að taka eftir henni. Dag eftir dag sagðist liann alltaf vera jafn forvitinn, eins og hún væri alltaf stöðugt eitthvað nýtt... Stundum kom það fyrir, að hana alveg til- efnislaust fór að langa í einhvern sérstakan rétt matar, og þá var enginn annar matur framreiddur á heimilinu í heila viku, eða þangað til rétturinn hvarf af borðinu jafn fyrirvaralaust, og hann var kominn, og sást þá aldrei upp frá því. Stundum gat hún set- ið hjá rnanni sínum dag eftir dag og sungið undir, þegar hann lék, og þá ortu þau við lögin vísur um ástina, sem var hin hugljúfa ró hjartnanna. En svo gat það líka dottið í hana að hætta í miðju kafi, og engin bæn fékk hana þá til að syngja einn einasta tón. Stundum lá hún tímunum saman alveg hreyfingarlaus á hnjánum frammi fyrir meistaranum í gérfi kongsdótturinnar, og fannst henni þá, að ekkert í öllum heimi gæti verið skemmtilegra en einmitt það. En

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.