Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 22
108 SÆNSKIR HOFÐINGJAR N. Kv. hann sjá þig berjast í sveita þíns andlitis við — drekann! — Það er ströng' krat'a frá eiginmanni til bezta vinar síns, sagði meistari Andreas. — Venjuleg og alveg eðlileg krafa — væri kanriske réttara að segja, svaraði hún. — Hvers virði er sá fengur, sem enginn ann- ar girnist að eiga? Þetta er það, sem nú sprengir lífshamingju okkar. — Og vináttuna milli hans og mín. . . . Guð veit, að sú vinátta er falslaus. . . . og nú á hún að falla vegna þess, að ég, heiðurs míns vegna, vildi hætta í tæka tíð að stara á hið unga andlit þitt, áður en augu mín yrðu blind! — Þey, þey, hvíslaði hún. — Ef þú villt mér ekkert illt, meistari, þá talaðu ekki svona hátt! Mér heyrðist ég heyra fótatak, eins og einhver væri að læðast úti á gras- ílötinni. — Það er sjálfsagt Gorius trésmiður! — Varaðu þig á þeim manni, meistari, vegna tungu hans hafa margir orðið að „bera steina úr borg",1) og margir hafa komizt í gálgann. — Merkilegur laukur í tunglskins-trjá- garði ástarinnar þessi Gorius trésmiður! sagði meistari Andreas. En einnig meðal postula og spámanna ástarinnar hlýtur að vera að minnsta kosti einn Júdas — þakk- aðu fyrir, að þeir eru ekki þrettán. . . . Hvernig lítur hann annars út fyrir augum heimsins þessi alvísa mannvera? — Það er sagt, að hann sé móeygður og smáeygður. ... En annars er engínn, sem vill kannast við að hafa séð hann. — Óttaðist ég hann aðeins helming á við það, sem ég óttast eigin samvizku.... Bengt er vinur minn.... — Einu sinni, þegar þú varst niðursokk- inn í hugsanir þínar, heyrði Bengt þig tauta eitthvað fyrir munni þér um, að fegurð sé fallvölt, en hreinleiki hjartans einn varan- 1) Lýtur að miðaldarrefsingu fyrir hórkonur. legur. Upp frá þeirri stundu hefir hann fyrirlitið þig og dregið smekk þinn og heil- brigða skynsemi í efa, sagði Metta. — Þetta eru þá laun dyggðarinnar! Og ef við nú förum á bak við hann? — Þá drepur liann okkur. Aleistari Andreas stóð upp frá borðinu og settist á kubbinn fyrir framan laufbrúsk- ana á arninum, eins og þar logaði eldur og hann ætlaði að vermá sig. — Er það svona, sagði hann, sem sagan hl jóðar — hin marg umtalaða og mikið dáða saga um eiginmanninn, húsfreyjuna og að- dáandann? Metta! Sá, sem einhvern tíma kemst inn í þá sögu, hann hefir villzt inn í völundarhúsið, þar sem engar útgöngudyr finnast. — Jú — að vísu finnast útgöngu —■ bakdyr — og það er að flýta sér, stinga dóti sínu niður í pokann og halda leiðar sinnar. — Og listaverkið þitt liérna? — Nei, það er satt. Útgöngudyr finnast engar úr völundarhúsinu, nema því aðeins að maður sé fæddur innbrotsþjófur, sem hefir hreina eðlisgáfu til að skríða inn um glugga. — Mörgum sinnum hefi ég á mín- um mörgu og viðburðarríku ferðum veitt því eftirtekt, að vasaþjófar og fals-spilarar eru hreinustu listamenn í ástarævintýrum. Sá, sem getur ekki svikið og dregið á tálar með jafnmikilli hugarró og hann drekkur bikar vatns, kemst lítið áfram í slíkum kröggum. Hvað heldur þú, að þeir séu, hin- ir ungu riddarar, sem koma hingað til þess að raða sér meðfram veggjunum, þegar við erum að vinna — og kinka kolli til þín, ef Bengt snýr baki við?Þeireruvasaþjófar,sem eru orðnir of ríkir til þess að þurfa að stela peningum.... Sömu örlögin elta mig alltaf! — Alltaf — segir þú? Hefurðu þá oft áður villzt inn í völundarhúsið — þú, okkar mikli og frægi meistari Andreas — þú, sem pré- dikar svo djarflega gegn flærð og losta og syndum? Meistari Andreas svaraði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.