Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 52
138 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. „Ég var að leita að höggorminum," sagði hann. „Höggorminum. . . .? Hvaða höggormi?" „Höggorminum, sem beit Moll,“ sagði Cambreau. „Lví í ósköpunum ertu að því? Langar þig til þess að hann bíti þig líka? Við höfum sannarlega nóg á okkar könnu að hugsa um Moll. Það var gott, að þú fannst hann ekki.“ „Ég fann hann,“ sagði hann. Hjartað kipptist til í brjóstinu á mér. „Hvar?“ „Ó, þarna. .. .“ Hann benti með hend- inni. „Hann hefir þó ekki. . . .“ Hann brosti og hristi höfuðið, leit svo á Telez og gretti sig. Hann sagði: „Ertu ekki hræddur að vaða út í sjóinn, þar sem fullt er af mannskæðum hákörlum, eftir því sem LaSalle læknir segir?“ „Það er einnig til guð,“ sagði Telez á spænsku. Hann sagði það í flýti, með áherzlu, og forðaðist að líta framan í Cam- breau. „Athugaðir þú sárið á honum?“ „Hvaða sár?“ spurði ég. „Stunguna í öxlinni á honum,“ sagði Cambreau. „Ég sá, þegar hann var að þvo sárið.“ Ég sneri mér að Telez. „Lofaðu mér að sjá það. Ég vissi, að það var eitthvað að öxlinni á þér.“ Augun í Telez urðu ennþá stærri en venjulega. Hann horfði stöðugt á Cam- breau um leið og hann sagði við mig: „Láttu mig í friði. Það er ekkert að mér. Láttu mig bara afskiftalausan." „Hvernig fórstu að meiða þig?“ spurði ég. Telez sagði: „Þessi maður er djöfull." Hann horfði enn á Cambreau. Ég lét eins og ég heyrði það ekki, og sagði aftur: „Lofaðu mér að líta á öxlina. Hvernig meiddirðu þig?“ „Kannske Verne hafi gert það,“ sagði Cambreau. Telez gapti. „Hann er djöfull, guð minn góður, hann er djöfull!“ Hann sneri sér æðislega að mér. „í guðs bænum láttu mig í friði.“ Ég leit á Cambreau. „En. . . . hvemio' hefði Verne sretað. . . .“ ég hætti, steinhissa. „Þú átt þó ekki við að þú haldir að hann sé á leiðinni hingað?“ „Spurðu Jesus,“ sagði Cambreau. „Ekki nefna mig það! Þú mátt ekki nefna mig það!“ sagði Telez illilega. „Er það satt?“ spurði ég. „Telez! Er Verne á leiðinni? Var það hann, sem stakk þig? Og hvar er DuFond? Þú varst samferða Du- Fond. Þú áttir að vera með honum. Hvar skildir þú við hann?“ „Láttu mig vera!“ „Nei. Þú verður að segja okkur það.“ „A-a. . . . “ Telez andvarpaði og fól andlit- ið í höndum sér. „Já, Verne er á leiðinni. Sníkjudýrið!" „Hvernig gat hann vitað um ferðir okk- ar?“ „Hann hafði gætur á DuFond,“ sagði Telez. „Þegar við DuFond lögðum af stað frá St. Pierre, þá elti Verne okkur. Hann náði okkur í gærkvöldi, þegar við vorum að setjast að." „Hvað skeði?“ „Hann sagðist ætla að fara með okkur í bátnum. Ég sagði honum, að hann gæti ekki fengið að vera með, þar sem hann hefði ekki borgað sinn skerf og þar að auki vildunt við ekki hafa hann með.“ „Og hvað svo?“ „Þá sagði hann, að hann færi samt með, og ef Moll væri ekki á sama máli, þá mundi hann drepa Moll.“ „Hann mun ekki drepa Moll,“ sagði Cambreau blíðlega. „Moll verður dáinn áð- ur. Lítið þið á hann.“ Telez færði sig fjær Cambreau. Moll dró
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.