Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 20
106 SÆNSKIR HOFÐINGJAR N. Kv. beygir hin frelsaða kóngsdóttir hné! rnælti Bengt. — Þetta er göfugt listaverk, meist- ari. . . . Og óvættinn, sem er umkringdur af hauskúpum og mannabeinum reisir sig frá jörðinni, gerir nú hnífur þinn —- nótt eftir nótt — voveiflegri og ægilegri ásýnd- um! — Það gladdi þig þó meira að horfa á mig vinna að mynd meyjarinnar? — Mynd hennar skildi ég betur, svaraði Bengt — og þá skildi ég þig líka betur. — Hvers vegna ertu orðinn leiður á Mettu? Eldur Helvítis logar nú í augum þínum, og neistarnir fljúga yfir til mín, og nú get ég ekki verið glaður og hamingjusamur leng- ur. Meistarinn lagði frá sér hnífinn, og tók upp höggjárnið og kylfuna. En naumast hafði hann kreppt fingurna um verkfærin, áður en hann sleppti þeim aftur. — Mikið barn ert þú, Bengt! sagði hann. — Hlustaðu dálítið minna eftir því, sem ég segi og lifðu í ást þinni, meðan hún endist. — Og hvernig mun hún taka enda? — Eins og Itún byrjaði. í ósannindum og angist. — Byrjaði hún ekki svona lrér um bil eins og sjúkdómur — með svefnleysi og andþrengslum? — Eitthvað á þá leið. . . . Og svo lézt Metta allt í einu verða afskaplega kirkju- rækin. . . . — Var hún þegar áður orðin æfðíltræsni? — Hún? Metta? Hún sem var hreinskiln- in sjálf! En það var til þess að geta hitt mig. . . . — Þá varð hún að læra að Ijúga? — O-já — í því fékk hún bráðlega æf- ingu! — Og svo lék hún á móður sína? — Móðir hennar var dáin. En hún átti föður og bræður og vinstúlkur. — Og svo var hún nú hálft um hálft trúlofuð öðrum manni. . . . Já, svona er það nú víst alltaf — þú skilur. . . . — Og hann var auðvitað ærlegur rnaður? Sjáðu til: Ástasögur samanstanda ævinlega að mestu leyti af þrem hlutum: Einurn ær- legum manni og tveim þjófum. . . . Manstu kvæðið um drottninguna og sveininn? Og kóngurinn var gamall, og gamall og grár. En ung var hans drottning og möttull hennar blár. — Já, svona hljóðar vísan, sagði meistar- inn, en þú gætir alveg eins sungið hana svona — það verður þó allt að síðustu sami vesaldómurinn: Of drottningin var gömul, og gömul og grá. En hoffmannlegur kóngurinn var hirðmeyj- unum hjá. .... Og jaetta á að kallast eitthvað merki- legt og fá okkur til að úthella tárum.... — Víst er nóg tilefni til tára, meistari, sagði Bengt. — En ég trúi á ástina ennþá — og svíki sú trú mig einhvern tíma, þá veit ég með vissu, að áður en árið er liðið verð- ur hár mitt orðið grátt, og ég mun sitja á bekknum nteð himnur ellinnar yfir augum án þess að geta gert greinarmun á sumri og vetri. Meistari Andreas stóð og sneri við honum baki, en hann snerti ekki á vinnu sinni. Hendurnar lét liann lianga máttlausar nið- ur með kápunni. — Bengt hélt áfram: — Stundum — á kveldin, þegar ég liefi verið hjá herra Steini og leikið fyrir hann, og er á heimleið, þá horfi ég yfir vatnið og sé ljósið hérna heima í garðinum mínum. Mér finnst þá, að ég sé auðugasti maður í öllum heirni, því að allt, sem ég vil eiga, það hefi ég eignast. . . . Þegar ég svo kem heim, kasta ég viði á arininn og sezt niður og horfi á auða stólana — einkum á stól- ana ykkar Mettu, og svo ímynda ég mér, að við sitjum þarna öll þrjú við borðið alveg eins og venjulega við máltíðirnar. . . . Og ég fer að tala við ykkur um hamingju okk- ar, um ástina og vináttuna. En það er eins og tunga mín sé leyst úr dróma, og ég finn fegurri orð en nokkru sinni annars. . . . Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.