Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 38
124 VITASTÍGURINN N. Kv. Sylvester og lagði höndina á öxlina á hon- um. „Eigirdega hefði ég nú ekki átt að taka þátt í þessum gamanleik. en sem belgfleg- inn og úttroðinn-------.“ „Þegiðu nú og geymdu þér allar útskýr- ingar, Gottlieb; — þú ert hér sem frændi allrar fjölskyldunnar!“ Gottlieb rumdi ánægjulega, því að svona „farsælli rás viðburðanna" hafði hann ekki dreymt fyrir. Allt í einu 1 itaðist hann um: „En hvar er Jens herramáður? Hö-hö-hö, hann hefir máske lagt sér til ýmsar þeirra dyggða, sem frænda hans skortir svo alger- lega, svo sem: lítillæti, hófsemi og gætni? — er það ekki satt, Nóra?“ spurði hann spaug- andi. „Við skulum vona það, Gottlieb,“ svar- aði hún og gaf Jens merki um að koma. Jens var með öllu óvanur slíkum fjöl- skylduviðburðum og hafði því dregið sig í hlé eftir beztu getu.... Stofuþernan kom nú inn og tilkynnti, að miðdegisverðurinn væri á borð borinn. Hinum stóru eikarhurðum borðstofunnar var nú lokið upp. Sylvester leiddi tengda- dóttur sína til borðs, og frú Bramer son sinn. Gottlieb gekk aleinn á eftir. Hann humraði og smáhneggjaði í sífellu og sagði við sjálfan sig: „Þetta er svei mér sú hláleg- asta skrúðganga, sem ég hefi séð og tekið þátt í á ævinni, hö-hö-hö!“ VIII. Fía var alveg veik af forvitni um að frétta, hvernig innreið Auróru á Bjarkasetur hefði farið fram og tekizt. Tvo morgna í röð hafði hún hlaupið ofan til Roosevelts til að spyrjast fyrir, hvort hann hefði ekkert frétt. En stráksskömmin sneri öllu upp í glens og gaman. Og ívarsen hló auðvitað og skemmti sér vel, þegar Roosevelt hermdi eftir frú Bramer. Það mátti telja sjálfsagt, að Stolz-fjöl- skyldunni mundi verða boðið til Bjarkaset- urs einhvern daginn; en hvenær? Nú voru liðnar nærri fjórar vikur frá brúðkaupinu, svo að heimboðs gat verið von á hverri stundu. Fía hélt því fast fram, að Adam yrði að útvega sér ný kjólföt; en því þver- neitaði hann ákveðið: Vildu þau ekki sætti sig við hann í gamla lafafrakkanum, þá gætu þau fengið að vera án hans. Og þar við sat. í kassa uppi á lofti hafði lengi legið svart- ur rósasilki-kjóll eftir móður Adams, kommandör-frú Stolz, og nú Iiafði Fía tek- ið hann frarn. Hann mátaði henni, eins og hann hefði verið saumaður handa henni, og þegar búið var að taka af honum slóðann, var hann í alla staði hinn prýðilegasti. Hún hafði að þessu sinni orðið að brjóta odd af oflæti sínu og fara á fund bakarafrúat Sönniksen, sem var vel að sér í kjólasaum, og fá hana til að hjálpa sér með kjólinn. Loksins konr heimboðið til „miðdegis- verðar næstkomandi sunnudag kl. 6“. Fíu virtist það heldur en ekki hlálega valinn tínri til miðdegisverðar; en hún sagði samt ekkert um það. Þetta var sennilega fínt og fyrirmannlegt. Nú auðnaðist Fíu að lifa hinn mikla, langþráða dag. Þau Adam voru sótt að ferjustaðnum í gamla skyggnisvagninum á; Bjarkasetri. Fía var mjög hreykin bæði af skrauthatti sínum og silkikjólnum, sérstak- lega af kjólnum. Áður en hún steig upp í vagninn, burstaði hún sætið og þurrkaði vandlega; en þá varð Jón gamli ökumaður gramur og sagði, að vagninn væri hreinn, Fía lét, sem liún heyrði það ekki, þreif frakkann, sem Adam bar á handlegg sér, og settist á hann. Hvað sem öllu öðru liði, mátti ekki sjást á rósasilki-kjólnum. Síðan hallaði hún sér makindalega aftur á bak í sætið og kinkaði brosandi kolli til allra þeirra, sem þau mættu á leiðinni. Henní fannst hún nú vera drottingajafni. „Er ekki skemmtilegt að teljast einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.