Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 5 biksvart, virtist mjer þó jeg sjá ennþá svartari þústu framundan. Pað var eins og heilt fjall úr biksvörtu náltmyrkri svifi að okkur og væri að steypast: fram yfir bátana. Hvinurinn í loít- inu breyltist smáit og smált í ógurleg öskur, þangað til að þessi ófögnuður geistist að okk- ur með svo ógurlegum bramlanda og gaura- gangi, að sterkustu þrumur eru smáræði hjá því. Sjórinn var þó ennþá eggsljettur, en hann var orðinn allur að einu snjóhvítu froðu- löðri, svo að okkur sýr.dist í myrkrinu engu líkara en bátarnir flytu í mjólk. Slormurinn greip með því heljarafli í árablöðin, að sumir hásetanna hentust áfram og niður á milli þóft- anna og meiddu sig ýmsir sig illa. Brátt hafði báturinn snúist svo, að hliðin sneri í vindinn, og víst er um það, að ef nokkur minsta bára hefði verið, htfði honum hvolft á svipstundu. En Swinburne tókst að snúa honum undan, svo að nú kýldi stormurinn, sem altaf jókst, honum undan sjer, svo að hann þaut eins og ör af streng yfir löðrandi sjávarflötinn með 10 mílna hraða á klukkustundinni. Hásetarnir urðu miður sín af ótta. Þeir reyndu þó að komast aftur í sæti sín, en þeir hjeldust ekki við á þóftunum fýrir veðurofsanum og urðu að leggjast niður á botnþiljurnar. Ekki var þess nokkur kostur, að menn heyrðu minstu ögn hver til annars fyrir ógnardrunum storms- ins. Hinir bátarnir voru horfnir sýnum, því að þeir voru ennþá Ijettari fyrir en okkar bátur og þutu þeim mun hraðara undan storminum. En ekki hafði okkur rekið svona nema svo sem eina mínútu, þegar hafið umhveifðist 6ins og það hefði verið lostið töfrasprota. Sjórótið varð ægilegt á svipstundu. Af öllum þeim ósköpum, sem drifið hefir á daga mína, er ekkert sem jafnast á við þær ógnir, er við urðum að líða þessa voðanótt. Ekkert sáum við og ekkert heyrðum við annað en drunur stormsins, sem hrakti oss undan sjer út í óviss- una — líklega út í dauðann. Eftir nokkrar mínútur vorum við komnir í ógurlegan brim- garð. Reið undir bátinn feikna hár brotsjór og hóf okkur upp á kamb sinn, en á næsta vetf tngi dembdist báturinn niður af hinni brotn- andi öldu og var þar eins og í skjóli augna- blik. En um leið og aldan brotnaði, hreif stormurinn brotkambinn af henni eins og hann hefði verið sneiddur af með beittum knífi og þeytti löðrinu út í loftið. Báturinn fyltist og var að því kominn að sökkva. Há-etarnir gripu hljóðir hatta sína og jusu af kappi. En þá reið að önnur aldan og braut aftan yfir bátinn, sem fyttíst á svlpstundu. A!t í einu fundum við ógnar hnykk, svo að við hentumst úr sætum okkar og Sw'nburne fauk yfir höfuð mjer. Báturinn liðaðist í sundur á svipstundu. Rað var engu líkara en að hann yrði að dufti, en við flutum til og frá í brimlöðrnu og börðumst við dauðann eins og okkur vanst mátt- ur til, þótt lítið útlit væri til þess að við kæm- umst lífs af. En næsta bylgja hóf okkur upp og slengdi okkur upp að klettunum á strönd- inni, þar sem báturinn hafði strandað. Ressi bylgja færði sumum okkar líf, en öðrum dauða. Jeg var, svo var guði fyrir þakkand', einn af þeim fyrtöldu og var meðal þeirra, er fyrst slengdust á land upp; rakst jeg þar á eitt bjargið allóþyrmilega, og brotnuðu í mjer tvö rifin. Swinburne og átta aðrir komust lífs af, en flestir meira eða minna örkumlaðir, sumir handleggsbrotnir aðrir fótbrotnir. Swinburne einn var óskaddaður að öllu leyti. Mátti það þó kallast kraftaverk. Alls vorum við tíu, sem komumst lífs af úr þessum ógnum, en átta fórust. Við höfðum verið áiján á bátnum. Lík fjelaga okkar skoluðust upp að fótum okk- ar og flest hryllilega útleikin. Jeg þakkaði guði lífgjöf mína, en ennþá hamaðist óveðrið og skolaði yfir okkur sælöðrinu og stundum óbrotnum sjónum. Jeg skreiddist lengra upp á ströndina og fann þar Swinburne sitjandi og horfði hann til hafs. Hann þekti mig, greip hönd mína og fól hana í báðum sínum. Sátum við þannig stundarkorn, þangað til við hjeldumst þar ekki lengur við fyr'r sjógangi, því að hafrótið fór vaxandi. Skreiddumst við þá Iengra upp frá sjónum. Jeg fór nú að lit- ast um. Veðurofsinn var 'ninn sami ennþá,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.