Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Ef til vill mun föður yðar ekki geðjast slíkur ráðahagur fyrir yðar hönd, en þið þekkið alian minn lífsferil og vitið hvert þrá mín stefnir.« *Hinn ástkæri faðir minn elskar mig heitt, Pjetur, og honum þykir einnig mjög vænt um yður; honum heíir alt af þólt það frá því að hann sá yður fyrst. Hann hefir oft sagt mjer það og marg-oft dáðst að því, hve hreinskilni yðar og ráðvendni væri mikil.« »Segið mjer nú, Celeste, hvort jeg má vænta þess og styrkja mig á þeirri vissu, þegar jeg er langt frá yöur, að við eigum einhverntíma eftir að njótast og þurfum aldrei aftur að skilja.s Um leið og jeg sagði þetta, greip jeg hönd hennar og lagði handlegginn um mitti hennar. »Jeg veit ekki hverju jeg á að svara yður,« sagði hún. »Jeg ætla að tala um þetta við föður minn, eða ef iil vill ætlið þjer að gera það. En ef jeg má fylgja tilfinningum hjarta míns, mun jeg aldrei giftast neinum öðrum rnanni.* Jeg þiýsti henni að mjer og kysti hana. Celeste fór að gráta og hailaði höfðinu á öxl mjer. Pá kom hershöfðinginn inn, en hvorugt okkar hreyfði sig. »Herra herforingil* sagði jeg »Mjer þykir ekki ólíklegt, að þjer reiðist mjer, en jeg gat ekki dulið tilfinningar mínar fyrir Celeste. Pjer munuð ef til vill kalla þetta vanhugsað af mjer, og jeg hefi hjer opinberað það, sem mjer bar að halda leyndu, þar til jeg var kominn í þær kringumstæður, er gáfu mjer rjett til og gerðu mig þess verðugan að biðja dóttur yðar. En jeg vona að sú hin stutta stund, er mjer gefst til að vera samvistum við hana, óttinn við að missa af henni og innileg ást mín, haldi uppi svörum fyrir mig.« Herforinginn gekk um gólf slundarkorn og þagði. »Hvað segir þú, Celeste, um þetta ?« sagði hann loks. »Celeste mun aldrei aðhafast neitt það, er hrygt getur föður hennar,« sagði hún og gekk til hans og lagði hendur um háls honum. Hershöfðinginn kysti dóttur sína og sagði: »Jeg ætla að vera hreinskilinn við yður, herra Simple. Jeg þekki engan, sem jeg kysi mjer frekar én yður að tengdasyni. En það eru margar ástæður, er ber að taka tillit til, og sem unglingarnir gleyma altof auðveldlega. Jeg ætla mjer ekki að leggja neinar tálmanir í veginn fyrir ást ykkar, en hins vegar gef jeg að svo stöddu engin loforð, er skylda mig til nokkurs þessu viðvíkjandi. Ef til vill sjáist þið aldrei framar. Celeste er svo ung, að jeg vil ekki binda henni neinar skyldur á herðar. Sömuleiðis skuluð þjer, herra Simple, vera fullkomlega frjáls frá okkar hendi, ef tíminn og kringumstæðurnar skildu breyta tilfinningum yðar frá því, sem nú eru þær.« »Jeg þarf ekki að beiðast neins frekar, kæri herra,« svaraði jeg og greip hönd hershöfð- ingjans. »Jeg hefi fengið æskilegri svör, en jeg vonaðist eftir. Jeg get nú kvatt ykkur með von í brjósti. Og vonin um það, að jeg muni einhvern tíma verða þess verðugur, að biðja yður um hönd dóttur yðar, skal verða mjer svipa til að herða mig að því takmarki.* »Nú munum við, með yðar leyíi, ekki tala meira um þetta efni,« sagði hershöfðinginn.« »Pú veist það, Celeste mín, að í dag ætluðum við að hafa miðdegisboð. Pað er því best að þú farir nú að hafa fataskifti. Jeg hefi boðið hingað öllum þeim konum, er þjer gáfuð laus- ar, er þjer tókuð kaupskipið, eiginmönnum þeirra og feðrum, svo þjer megið hafa þá ánægju að sjá, hve margra hamingju þjer hafið aukið með þessu drengilega góðverki yðar. Og nú ætla jeg, Pjetur, fyrst Celeste er farin út frá okkur, að biðja yður þess sem sannan heið- ursmann, að taka engin Ioforð af henni eða heit, er binda hana á nokkurn hátt. Látum okkur vera vongóða um að alt fari vel, og verið þéss fullviss að það skulu ekki verða neinir smámunir, er tálma því að mjer veitist sú ánægja að sjá ykkur sameinuð fyrir fult og alt.« Jeg þakkaði herforingjanum með tárin í aug- unum. Hann þrýsti innilega hönd mína, er jeg gaf honum drengskaparheit mitt. Svo skildumst við í bráðina. Jeg bjó mig svo vel

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.