Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 26
20
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Ef þeir venda.c svaraði jeg, »þá l.enda þeir
á milli okkar og sandgrynninganna við strönd-
ina, og þá erum við vissir með að vinna þá.«
»Regar jeg æski ráðiegginga yðar, herra
minn, skuluð þjer láta þær í tje, en fyr ekki.
Pað er jeg, sém stjórna þessu skipi,« svaraði
kapteinninn snúðugt.
Jeg bar hendina upp að hattinum og skip-
aði hásetunum upp á þiljur til að venda. Jeg
var nú alveg viss um, að hann var með þessu
bragði að reyna að sleþpa við orustu.
»Hvað er þetta? Á að fara að venda?
Hverskonar djöfulsins ráðsiag er þetta!« nöldr-
uðu hásetarnir hver við annan, þegar þeir
komu upp á þiljurnar.
»Hægir! Rögn bæði fram á og aftur á! En
jeg er hræddur um, herra kapteinn, að við
fáum hana ekki yfir nema með því að skut-
hverfa. Vindurinn er sama og enginn.«
»Jæja, skuthverfið henni þá, herra Simple.*
Ekki batnaði skap skipshafnarinnar við þetta
örþrifaráð, og foringjarnir þögguðu ekkert
niðri í þeim. Pað svall i þeim sama gremjan.
»Strengið dragreipin og komið ránum yfir
og verið hljóðir!« skipaði jeg byrstur. Og
þegar búið var að hringa upp dragreipisend-
ana, var gefið merki til máltíðar.
Pegar klukkan var um hálftvö, rann á dá-
góður byr og þokuna birti, og eftir stundar-
fjórðung sáum við áftur herskipið, Lustu þá
skipverjar upp fagnaðarópi.
Kapteinbinn varð fokvondur og skipaði þeim
að þegja. »Hverskonar agi er það, sem fyr-
verandi kapleinn hefir haft á mönnum sínum,
herra Simple? Þeir æpa eins og villimenn,'
hvenær sem þeim gott þykir.«
Mjer gramdist mjög þessi ósvífni í garð
O’Brians og svaraði: »Já, herra minn. Þessi
skipshöfn hefir vanist því, að láta í Ijósi gleði
sína í : hvert sinn og þeir hafa átt þess kost
að fást við óvini föðurlandsins.*
»Rað er svo, herra Simple,« svaraði hann.
• Hvert skal stýra?« spurði vökustjórinn og
heilsaði. »Á að elta skipið? «
»Vitanlega,« svaraði kapteinninn og gekk
niður í farbúð sína.
»Verið vongóðir, drengir!* sagði Swinburne
gamji. »Fallbyssurnar eru allar í besta standi
og jeg skal reyna að sjá um, að ekki skorti
púðrið. Og jeg vænti þess, að þið látið enn
sjá, að »SkelIinaðran« getur bitið frá sjer.«
»Já, og það þó hún sje höfuðlaus,« skaut
einn inn í. Pað var fyndnasti náunginn á
skipinu.
Pegar óvinaskipið sá, að ekki varð hjá or-
ustu komist, hægði það á sjer og dróg upp
hollenska fánann.
Nú kom kapteinninn aftur upp á skutþilj-
urnar, og nú var ekki nema hálf sjómíla milli
skipanna.
»Eigum v.ið að leggja að hliðinni, eða
hvernig á að hafa það?« spurði jeg.
(Niðurlag næst).
-——
Sætermy r.
Eftir Johan Bojer,
Hann átti heima uppi á háfjöllum, en hugur Á unga aldri keypti hann húskofa, sló hann
hans beindist allur að sjónum, það var það sundur og ók viðnum á sleða inn yfir heið-
undarlega við hann. arnar. Uppi á öræfum reisti hann sjer lítið