Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 21 hus með fjósi undir palli, fjarri öllum manna- bygðum, og græddi þar úf túnblett svo stóran, að hann fleytti kú og tveimur geitum. Vegurinn tjl mannabygða var langur og tor- sóttur. Fyrst var meir en klukkustundar leið eftir Ijelegum troðningum og þá loks kom hann á sæmilegar götur, sem hlykkjuðust í ótal bugðum og krókum neðar og neðar. Rað reyndi á hnjen, að komast niður á jafnsljettu: En þó var það enn erfiðara að sækja í bratt- ann, því að þá hafði hann þungan bagga á bakinu, og þá reyndi fyrir alvöru á fæturna, bakið og Iungun. En einu sinni var ung, lagleg stúlka í för með honum, og nú var hann orðinn svo efnaður, að hann átti hjól- börur. Kommóðuna hennar og kistuna batt hann á börurnar, því að þau ætluðu að verða samferða innyfir heiðarnar, upp á öræfin, og giftast og reisa bú. En þegar veginn þraut, urðu göturnar of grýttar fyrir börurnar, svo að hann varð að leggja hafurtask konunnar á bakið og bera það heim. Á sama hátt hafði hann borið rúmið sitt og kistuna sína; hann hafði breitt og þolgott bak. Enginn gat skilið hvernig á því stóð, að hann reisti heimili sitt á þessum öræfaslóðum. Rví að hann átti heima á sjónum. Á sjónum virt- ist mönnum hann meira en meðalmaður. Ekki í langferðum, ekki á stórskipum með margra manna áhöfn. Nei, hann átti bátkríli, og undi því best að vera einn í honum. Hann var veiðimaður á innfjarðarmiðunum, en sá snjallasti, sem menn höfðu heyrt getið um í manna minnum. Pað er mikið gumað af aflaklóm þeim, sem fara alla Ieið til Lofoten og berjast við stór- brim og fárviðri og koma heim aftur eins og þeir hefðu farið á heimsenda. Sætermyr var ekki einn þeirra. En að veiða á innfjörðum, er ekki eins auðvelt og margur hyggur; þarf einatt til þess hreinustu list, sem mörg djúp- miða-aflaklóin hefir ekki til brunns að bera; verða menn þá að leggja árar í bát, þar sem engin skepna svo mikið sem snertir agnið. Þegar á líður vorið, í apríllok, er vetrar- stormarnir eru hættir hamförunum, og fjörður- inn teygir sig spegilsljettur og fagur inn á milli fjallanna, þá gengur upsinn upp úr djúpinu inn á grunnmið. Stundum eru ef til vill nokkr- ir bátar að veiða lýsu og þyrsling upp við fjörur, en þegar sem hæst stendur, þá lítur öll áhöfnin við. Fuglsgarg heyrist utan af firðin-' um. — Ha — upsinn er kominn. Og færin eru hafin upp, varpað í land ásamt skinntreyj: unum og svo róa þeir lífróður út á fjörð aftur. Upsinn, upsinn veður! Upsinn! segir hálfblindur öldungur uppi í einni af fornfálegu verbúðunum og hann fær konu eina með sjer niður að bátnum og út á sjó. Og uppi á óbygðum heiðunum situr gamall maður með rautt skegg og Ijóst hár, sem fellur silkimjúkt á herðar niður. Augna- hárin eru hvít. Rað er Sætermyr. Hann hefir týnt við í stóra byrði og ætlar að fara að setja hana upp á sig. En hann dokar við og horfir niður á fjörðinn ofurlitla stund. í dag er hann svo hvítur og skínandi, eins og silfuræð milli bláleifra fjallanna. Paðan, sem hann stendur, sjer hann allan flötinn; hann er eins og haf- örnin, sem úr háloftinu lítur alt undir vængjum sjer. En hjer, sem hann stendur og a!t ann- ars angar af mosa og skógi, hjer finst þó óljós sjávarlyktin, þótt engin fyndi hana nema Sæt- ermyr. Nasirnar þenjast út. Hann býr á fjöll- um uppi, en andar að sjer sjávarloftinu; hann Ieikur á alsoddi. Hann langar til að syngja og smá raular fyrir munni sjer vísustúf, sem hann mundi frá bernsku. 'Halló! þarna róa bátarnir út. Sjón hans er enn skörp eins og ránfuglsins. Víst leggja bátarnir frá landi. Og hvaða hvítt ský er þarna úti við nesið. Fuglar. Máfar. Upsinn er í göngu. Upsinn er kominn. Sætermyr stekkur á fætur og hleypur niður fjallið yfir urðir og eggjagrjót beint af augum. Kerlingin má hugsa það sem henni sýnist, þótt hann komi eigi heim í kvöld. Upsinn — upsinn er genginn í fjörðinn. Bognir fæturn- ir hafa sjerstaka meðfædda leikni að finna sjer forráð; hann skoppar þúfu af þúfu og stein af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.