Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 25 þegar stöðvarstjórinn kom, hljóp Steele á móti honum og hrópaði: »Fjarlægið lest yðar, Flynn! Færið hana yfir á hliðarlínuna!« »Hvar er skipunin?« spurði lestarstjórinn. »Jeg hefi enga skipun fengið. Jeg skipa yður. Komið því strax yfir á hliðarlínuna. »Jeg er svo sem steinhissa. — Rjer skipið mjer!« Steele eyddi engu af hinum dýrmætu augna: blikum í röksemdir, en jafnskjótt sem hann sneri baki að Iestarstjóranum bálreiðum, kallaði hann til vjelstjórans: »BIásið eftir skiftilínunni og færið lestina yfir á hliðarlínuna. Nr. 3 getur komið á hverri stundu.« Enginn unglingur í stöðu Steele hefir rjett til að gefa stöðvarstjórum fyrirskipanir án þess yfirboðarar hans viti, og einnig verða allar fyrirskipanir að vera skriflegar, svo að þær gildi sem sönnun. Steele braut viðteknar venjur og það vissi hann. Lestarsljórar á aumustu vörulestum skoða sig jafn mikils umverða eins og þeir hefðu hraðlest undir, og fyrir því var Flynn með rjettu harla reiður yfir því, að Steele hafði tekið sjer þetta vald. Hann, strákketlingurinn, sem ekki veitti foistöðu nema svolitlu stöðvar- kríli. En alla jafna er lestarstjórinn á tiltölu- lega óhultum stað í lestinni, þar sem vjelstjór- inn á hinn bóginn ’er í bráðri hættu, ef til áreksturs kemur, þess vegna batt Morton — vjelstjóri — ekki lengi skóþvengi sína, heldur bljes hann eftir opnu hliðarspori og ók lest- inni aftur á bak inn á hliðarlínuna. Steele að- gætti, að skiftiljósið vissi aftur rjett og fanst nú þungum steini ljett af hjarta sjer; því næst tók hann hættumerkið gegn austri niður og var nú aðallínan auð fyrir hraðlestina. »Hvern fjandann á alt þetta að þýða?« grenj- aði Flynn. »Hvar er Nr. 3?« »Rað veit jeg ekki,« svaraði Steele rólega. ^Rjer vitið það ekki. Jæja, þá skal jeg segja yður eitt, ungi maður. Ef Nr. 3 er enn meir á eftir og mjer verður skipað til næstu stöðvar, þá missið þjer stöðu yðar.« »Jeg veit það.« Steele fór því næst inn á símastöðina og Flynn á eftir. í sömu svipan fór ritsíminn að djöflast og Steele staðnæmdist og bauð Flynn að hafa hljótt um sig. Jafnvel Flynn, sem ekki skildi, hvað sagt var, fann, að það var ang- istaróp, sem heyrðust úr tækjunum. »HIustaðu á,« hrópaði Steele sigri hrósandi. »Færið 16 af línunni! Færið 16 af línunni. í guðs nafni færið 16 af línunni.* Rarna hafið þjer loksins skipun yðar, Flynn. Gott, að við biðum ekki eftir henni.« Síðustu orðin köfnuðu í ógurlegum hávaða, eins og af vellandi hraunflóði og hraðlestin þaut framhjá með minst 60 km ferð á klukku- stund; Iangar raðirnar af svefnvagnagluggunum, með niðurdregnum tjöldunum, virtust í stöðvar- birtunni eins og kvikmynd — eftir andartak var lestin horfin. í kyrð þeirri, er á eftir fylgdi, hjelt símatækið áfram gagnslausu heimskulegu skröltinu. Úti fyrir heyrðist stigið þungt til jarðar og vjelstjórinn kom í dyrnar náfölur af angist. »Guð m:nn almáttugur, Flynn,« stundi hann upp. »Nú skall hurð nærri hæ!um.« Lestarstjórinn kinkaði kolli, en svo þutu þeir báðir til Steeles og þrýstu hendur hans í þakk- lætisskyni. Steele hló og mælti: »Peir eru víst laglega smeykir inni í bænum, Jeg verð að svara.« Pví næst gekk hann að símanum og sendi það kostugasta skeyti, sem nokkur undirmaður hefir nokkru sinni sent yfirmanni sínum. II. Á skrifstofu afgreiðslumannsins í Warming- ton — 120 mílum austar en Hitchen Siding — voru allir önnum kafnir í raíljósunum. Deildarsfjórinn, Philip Manson, kom inn í skrif- stofuna, þólt langt væri liðið fram yfir starfs- tima hans, því að hann var einn af þessum 4

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.