Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. var að skifta, uns hann hneig niður örmagna! í kyrþey tók Manson eftir framferði Steeles og honum gast vel að honum, einnig vegna þess, að hann mintist aldrei á skyssuna við Hitchens Siding þótt hann annars væri málgefinn. Um slíkt má helst ekki tala og aðal framkvæmda- stjórinn sjálfur vissi ekkert um það. Afgreiðslu- maðurinn hafði sagt af sjer vegna taugaveikl- unar og blöðin fengu ekkert að vita. Eti til var sá maður, er hafði megnan ím.i- gust á Steele, og það var aðalframkvæmdastjór- inn. Skrifstofan hans í neðrihluta turnsins var geysistór og búin dýrlegu austurlensku skrauti. T. Acton Blair, aðalframkvæmdastjóri Manatean Midland járnbrautarinnar, var talinn vera í ætt við Rockervelt-fjölskylduna, en slíkt var aðeins sagt til skýringar á því, hvers vegna að hann, sem var engan veginn starfi sínu vaxin, hafði fengið þessa ábyrgðarmiklu stöðu. Hann var sköllóttur og feitlaginn og hafði hátíðlega, frekjukenda framkomu, hann hreyfði sig og talaði mjög hægt og gat sagt mestu vitleysu með djúpri, alvarlegri röddu, eins og það væri háleitasti vísdómur, er drypi af vörum hans. Undirmaður hans, Philip Manson, bar ábyrgð á rekstri brautarinnar — það vissu allir -r- og ef hann óskaði einhverra breytinga, Ijet hann það líta þannig út, sem Blair hefði átt upp- tökin, svo að haun fjekk Iof fyrir, ef'breytingin reyndist til batnaðar, en Manson skömmina, ef illa tókst til. Dag einn, þegar Manson var að fara út úr skrifstofu Blairs, eftir hina vanalegu, daglegu ráðstefnu, sagði Blair: »Heyrðu, Manson! Hvaða maðtír er það, sem þeyfist hjer um allar trissur allan daginn, á svip eins og hann stjórnaði öllum brautum Rockervelts?* »Jeg giska á, að þjer eigið við John Steele, einn áf aðstoðarmönnum mínum, herra aðal- framkvæmdastjóri.* »Mjer gest ekki að honum, Manson; finst hans helsti áleititin.« »Jeg fullvissa yðurum, herraaðalframkvæmda- . 27 ' stjóri, að hann er óvanalega duglegur og gáf- aður maður.« »Pví get jeg vel trúað, en jeg hefi oft sagt yður, að til 'þess að alt gangi vel hjá okkur þaif frekar að vinna skipulagsbundið en í flýti.« »Pað er alveg rjett, herra Blair.« »Maður þessi kemur mjer ætíð til að halda, að e'tthvert óhapp hafi viljað til — að kviknað hafi í eða ekið hafi verið yfir mann. Mjer leiðist slíkt. Föt hans eru mestu garmar og fara honum illa. Mjer þætti ilt, að herra Rockervelt sæi, að við hefðum mann hjer á skrifstofunni, er gengi svo illa til fara.i »Jeg skal tala við hann, herra Blair. Jeg viðurkenni, að framkoma hans er honum til lítils sóma.« Pegar Manson átii næst tal við Steele í ein- rúmi, talaði hann með enn meiri strangleika en vanalega. »Steele, það er ósk mín, að þjer vandið betur klæðaburð yðar en þjer nú gerið. Fáið yður ný vinnuföt og farið vel með þau. Munið, að nú eruð þjer í Warmingion, en ekki í Hitchens Siding.* »Já, herra deildarstjóri,*mælti Steele hnugginn og horfði niður á blettóttar buxurnar. »Sæmu!eiðis er það ósk mín, að þjer hættið þeim ósið að ganga berhöfðaður.* »Jeg skal hælta því, herra deiltiarstjóri.* Ógæfa þessi dun'di yfir Steele fyr en hann hafði vænst. Kyrrahafsjárnbrautina hafði hann frelsað, en gat nú eigi frelsað sjálfan sig. Pegar hann þaut eftir löngum ganginum með ofsaflýti og beygði fyrir horn eitt, hljóp hann beint í flasið á sjálfum aðalforstjóranum. Pessi hágöfugi herra kastaðist upp að vegg og silkihatturinn hans valt eftir gólfinu. Steele, sem staðnæmdist eins snögglega og hann hefði rekist á heysátu, stundi af angist og greip hatt- inn upp, burstaði hann og rjetti hinu mállausa stórmenni. »Fyrirgefið þjer, herra aðalforstjóri,* stamaði hann út úr sjer. En hr. Acton Blair gengdi engu. Hanh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.