Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 37
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 31 Steele reyndist hinn besti mannþekkjari. Letingjarnir voru reknir burt, en dugnaðar- mennirnir fengu hækkuð laun, og lof í tilbót. Hann kunni betur en nokkur annar að beita reku og gat rekið nagla án þess að slá vind- högg. Á einu ári var brautin orðin eggsljett án nokkurs aukakostnaðar, og ferðamenn fóru að veita umbótunum éftirtekt, svo að tekjurnar hækkuðu. Hann kom Pullmannsfjelaginu til að selja nýtísku svefnvagna í næturlestarnar til austurs og vesturs og taka hina eldri burt. En eitt reyndist Steele um megn. Hann gat ekki komið hinum æruverða forseta til að líta á fjelagið öðruvísi en sem gaman. Hr. Rogers afþakkaði eindregið, að yfirgefa hægindastólinn sinn til þess að fá sjer skemtiferð eftir braut- inni. Honum þótti gaman að Steele og gerði hann að meðlimi í fjelaginu. Gaf hann til kynna, að Steele hefði tekið embættispróf við Wahoo háskólann, sem væri lengst vestur í landi. Rogers var einn stofnandi fjelagsins, svo að stjórnin rannsakaði málíð ekkert nánar. »Pað er gagnslaust, Steele,« var hann vanur aðsegja þegarhinn ákaflyndi, ungi maður reyndi að telja hann á að sjá nú hvað Burdock væri orðin. »Lífið er nógu bölvað samt, þótt jeg færi ekki að eyða hluta þess á jafnhræðilegan stað og Portlandit. Mjer er sagt, að þjer hafið gert hre'n kraftaverk, en alt kemur fyrir^ekki, með fjelag eins og Burdock, meðan endastöð þess er ekki við Atlantshafið. Meðan allir flutningarnir til austurS ganga í gegnum hendur Rockervelts í Warmington, en þjer aðeins hafið flutning, sem á vestur á bóginn, og hann af náð, eruð [ajer í klóm Rockervelts og hann getur gert út af við yður hvenær sem honum gott þykir. Pjer getið sljett brautina og gert allar hugsanlegar umbætur á henni, en alt mun koma fyrir ekki, því að skuggi Rockervelts mun hvarvetna fylgja yður.« Vonir Steeles voru þannig altaf að engu gerðar af húsbónda hans, og mundi þetta liafa deyft hrifnina fyrir flestum, en hann var þrá- Iátur bjartsýnismaður og trúði á köllun sína. Dag nokkurn kom hann þjótandi inn í fjelags- húsið og tindruðu augu hans af æsingu. »Hr. Rogers, jeg hefi nú loksins ráðið gát- una,« hróp3Öi hann. »Jeg segi yður satt, að við gerum Burdock stærsta járnbrautarfjelag í landinu.« Hann sópaði blöðum og tímaritum til hliðar og breiddi uppdrátt á borðið. Hr. Dutfield stóð seinlega á fætur og siaðnæmdist við hhð hins unga, áhugasama manns. Vinsamlegt, góðlátlegt bros ljek um varir hins aldraða íorseta. >Lítið þjer nú á,« hrópaði Steele — þeir voru einir í léstrarstofunni, svo að hægt var að brjóta þagnarfyrirmælin — »Parna er Beech- ville á Burdock og hjer er Collins Centre á C. P. & N. Milli þessara stöðva eru 63 míl- ur sljettlendis, jafnsljett og stofugólf. Braut, sem yfir land þelta yrði bygð, mundi verða ódýrasta járnbraut í Ameríku; engir skurðir, engin göng og engin sljettun. Pað þarf ekki annað en að setja teinana niður, og svo er brautin komiti. Pegar við erum komnir í sam- band við C. P. & N., þá liggur okkur opin leið til hafs, óháðir Rockerveltfjelagmu.« Steele horfði áfjáðum augum á forsetann, en bros hans var nú orðið hæðni blandið. Hann lagði hendi sína vinalega á öxl Steele og mælti seinlega: »Ef þetta væri hægt, mundi það hafa verið gert fyrir löngu síðan. En þjer fáið ekkert leyfið. Rockervelt mundi kaupa löggjafana, og við hjer í vestri höfum ekki bolmagn til að afbjóða hann.« Steele lamdi bylmingshögg í borðið með kreptum hnefa, svo að það nötraði. »En 'jeg hefi fengið leyfiðl* öskraði hann með rödd, sem kom Jjjónunum til að halda að alt væri í áflogum í lestrarstofunni. Hr. Rogers hnje aftur niður í hægindastólinn og glápti á Steele. »Já, og hún kostaði ekki grænan túskilding. Landstjórinn undirskrifaði í gær.« »Af óvitunum skuluð þjer Iæra,« tautaði

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.