Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 41
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 35 fyrir hrósyr3i tnín um braut yðar. Hvers vegna fóruð þjer frá okkur?* »BIair hafði ímigust á mjer, hr. Rockervelt.* »Undir nvers stjórn voruð þjer?« »Philips Mansons.* >Var Manson ánægður með yður?« »Það held jeg, að mjer sje óhætt að fullyrða.* »Jæja. En hvað sem því líður, þá geri jeg ráð fyrir, að þjer hafið ekki viljað tala við mig yður til skemtunar. Mjer er lítið um það gefið, að duglegir menn fari úr þjónustu minni, og hafi tilgangur yðar verið sá, að bjóða mjer aftur þjónustu yðar, þá mundi það gleðja mig, að hlusta á yður.« »Nei, hr. Rockervelt. Pað var ekki tilgang- ur minn, enda þótt jeg þori að fullyrða, að atvinnuboð frá yður mundi jafnvel gleðja mestu menn landsins, og jeg er engin undantekning frá mjer betri mönnum. Ósk mín er einungis sú, að þjer viljið líta á þennan uppdrátt. Rauða strikið táknar 63 mílur flatlendis og —« »Jeg sje það. Ef járnbraut yrði bygð með rauða strikinu, mundi braut yðar ná til New- York, óháð minni braut. Gott, ungi maður, gerið yður ekkert ómak með rauða strikið. Jeg get ekki leyft, að þjer fáið leyfið.« »Pjer sáuð gróðalíkurnar fljótt, hr. Rocker- velt.« »Já, en það eru engin líkindi til, að leyfið fáist.« »Pað er jeg ekki alveg viss um, því að jeg hefi leyfið í brjóstvasanum.« »Hafið þjer nokkuð á móti því, að sýna mjer leyfið?« spurði Rockervelt. Steele fjekk honum skjölin og Rockervelt las þau gaum- gæfilega og með skarpleika þess manns, er vit hefir á málunum. Pvínæst braut hann þau aftur saman, en bauð ekki að skila þeim. Hann hotfði andartak yfir landið, sem virtist þjóta framhjá, en Steele stóð álengdar og beið. »Hvernig brutuð þjer mótstöðu Blairs á bak aftur ?« »Pað var engin mótstaða.« Forsetinn hnyklaði brýrnar og reiðileiftri sást bregða fyrir í köldum augunum. »Jeg bjóst við, að Blair hefði jöfnum hönd- um eftirlit með löggjafarvaldinu og járnbrautinni.« »Hann gerir hvorugt.« Rockervelt horfði hvössum augum á hinn opinskáa unga mann, sem vogaði sjer að tala illa um einn af smærri spámönnum fjelags hans. »Hver stjórnar þá M dlandbrautunum?« »Philip Manson, og hann gerir það vel.« »Hvaðan fenguð þjer fjeð til þess að kaupa leyfið. Fjelag?* »Nei. Jeg þurfti ekkert fje. Pað eina sem jeg þurfti, var að einn af forstjórum yðar svæfi nógu fast, svo að mjer ynnist tími til að gera löggjafana að persónulegum vinum mínum.« »Jeg finn, að þjer hafið ímigust á B!air.« »Pað er alveg rjett. Rockervelt rjetti úr sjer eins og maður, sem finnur að nú er nóg komið af þvaðri, en tími til kominn að gera eitthvað. Drættirnir í and- liti hans urðu enn harðari og Steele stóð nú augliti til ■auglitis við mann þann, sem misk- unarlaust hafði brotið alla mótspyrnu á bak aftur án tillitis til afleiðinganna. »Nú, ungi maður. Vitið þjer hvers virði þessi skjöl eru?« »Já, herra Rockervelt. Pau eru ekki eyris- virði.« »Hvað!« hrópaði Rockervelt og rjetti sig enn betur upp. »Jeg hjelt, að þjer hefðuð numið mig brott til að ræna mig, eins og títt er hjer vestur í Iandi. Viljið þjer ekki selja þetta leyfi ?« »Nei. Jeg bauð Duitfield Rogers leyfið, eins og 'skylda mín var, en hann sagði, að þjer gætuð drepið allar framkvæmdir, er til lengdar ljeti.« »Já, eða á stuttum tíma. Rogers er vitur maður. Jæja, hr. Steele. Pjer búist víst ekki við háu verði fyrir verðlaust leyfi ?« »Jeg set ekkert upp. Pjer eigið Ieyfið. En jeg vildi gefa yður það ráð með leyfinu, að gera Philip Manson að forstjóra fyrir Midland- brautunum.« »Gott, en hvers óskið þjer handa yður?« »Jeg óska þess eins, að þjer minnist mín 5*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.