Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 42
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. næst þegar losnar aðstoðarmannastaða í fjeiagi yðar í austurfylkjunum.® »Steele hafði staðið meðan á þessari löngu samræðu stóð, en Rockervelt bauð honum nú sæti, og þar eð eigi var laust við skipunar- hreim í röddinni, dróg Sleele stól að borðinu og settist. >Jeg geri ráð fyrir, að þjer sjeuð sannfærð- ur um, að Acton Blair sje ekki hæfur til að gegna forstjórastörfum við Midland-brautina.c »Það er jeg,« svaraði! Steele, »og það eru allir, sem nokkuð þekkja hann.« »En samt sem áður verðið þjer að viður- kenna, að Midlandbrautin er í besta lagí.c »Alveg rjett, en það er Philip Manson að þakka.« »Jæja, er það þannig. Gömlu skáldin ortu um riddarasveininn, sem lagði björninn að velli, en riddarinn fjekk svo alla frægðina, og nú fær riddarinn einnig hærri laun eins og nýtísku rit- höfundur ef til vill mundi orða það. Jeg geri ráð fyrir, að þjer hafið aldrei heyrt ástæðuna fyrir því, að Blair hefir betri stöðu en Manson?« »Jú, hana hefi jeg heyrt,« hrópaði ungi mað- urinn í ákafa, »það er sagt, að hr. Blair sje frændi yðar.« Óánægjusvipurinn, sem kom á andlit járn- brautarkonungsins, gerði Steele það Ijóst, að svar hans hefði verið miður vigeigandi. »Pjer eigið margt eftir ólært enn, hr. Steele, og jeg get sagt það fyrir, að áður en þjer verðið kominn á aldur Blair, munuð þjer hafa fengið márgar eftirminnanlegar upplýsingar um, hvernig menn eiga að hegða sjer. Pjer hafið sannað, að þjer voruð maður til að sljetta Burdockbrautina, en þeir hæfileikar mnnu tæp- lega megna að ryðja öllum hindrunuum úr vegi á framtíðarbraut yðar, Midland er braut, sem vel er stjórnað, og þjer segið, að Manson eigi heiðurinn af því. Látum svo vera. Jeg skipaði Manson í stöðu þessa og hefi þannig náð tilgangi mínum. Ef jeg gerði hann að forstjóra, eins og þjer stingið upp á, gæti brugðið til beggja vona, hversu heppilegt það reyndist, þar sem á hinn bóginn að við erum báðir á einu máli enn, að hann gegni núver- andi stöðu sinni ágætlega. Jeg sje af nafn- spjaldi ýðar, að þjer eruð forstjóri Burdock- brautarinnar. Er Burdock af þeim ástæðum skoðað mikilsvert fjelag innan járnbrautafjelaga Ameríku ?« »Nei, það er ekki,« viðurkendi Steele hrein- skiln'slega. »Hvers vegna?« »Af því að Burdockfjelagið vantar fje.« »Alveg rjett. Vinur minn, Duitfield Rogers, á gnótt fjár, en hann er svo hygginn, að gæta þess vej. Hann vill ekki nota neitt af auðæf- um sínum, til þess að leggja í Burdock alt það, sem hinn duglegi forstjóri kynni að stinga upp á. Pjer sjáið því, hr. Sleele, að það er jafnmikilsvert, að fjármálin sjeu. í lagi eins og brautin. Á því sviði er Blair meðal fremstu manna í vesturfylkjunum. Ef þjer einhvern- tíma safnið fje og efist um það, sem jeg segi, þá vogið yður í' brask, og hafið Blair fyrir mótstöðumann, og jeg þori óhræddur að full- yrða, að þjer munuð iðrast þess. Ef þjer aftur á móti yrðuð góður vinur Blair, og hann Iegði á ráðin fyrir yður í hinum hærri fjármálaheimi, gætuð þjer orðið auðugur maður, með því að hlýta ráðuui hans. Að því er einkaleyfi yðar snertir, er hugsanlegt að þjer'hafið gert altof Iítið úr forstjórn Midlands. Pað er vel hugsan- Iegt, að hann sje sammála okkur um verðleysi leyfisins. »Jeg þori að sverja, að hann vissi ekkert um það,« fullyrti Steele, en fann um leið er hann slepti orðinu, að hann hafði hlaupið á sig. »Ef til vill, og ef til vill ekki. En mjer segir svo hugur um, að hann hafi vitað um það, og hafi ætlað að gabba gamla Roger í járnbrautarslyrjöld, en ef svo hefði farið, þori jeg að fullyrða, að hann hefði' bæði sigrað yð- ur og húsbónda yðar. — Pjer reynduð auð- vitað að telja Rogers á að leggja út í baráttuna?* »Já, það gerði jeg.« »Og hann færðist kurteislega, en ákveðið undan?« »Pað er einnig rjett.«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.