Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 50
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. I sem nægur tími var til, var í Sfeele augum fyrsta merkið um ótla. Hann reif skeytið upp og las: »Mig furðar stórlega, að þjer hafið farið brott, án þess að tala við mig. Jeg hefi sett Johnson í stöðu yðar, en held stöðu hans lausri handa yður, nema þjer skylduð neita að taka á móti henni.« Steele glotti háðslega, þegar hann las þessi orð. Rau sönnuðu, að Blair hafði eigi raun- verulega þorað að reka hann burtu. Forstjór- inn var hræddur við að hafa eigi eitthvað upp á að hlaupa, ef til vill vænti hann þess, að Steele mundi síma, að hann vildi heldur fara alveg burt úr þjónustu fjelagsins, en móttaka svo svívirðilegt tilboð. Áður en Steele fór úr bænum, hafði hann tekið nokkur hundruð dollara út úr bankanum, sumpart til að borga með skuldir frænda síns, sumpart til að gera útför hans sem veglegasta. Sjer til mikillar undrunar komst hann þá að því, að frændi hans hafðí gert hann að tiltölu- lega auðugum manni, en það breyfti í engu framtíðaráætlunum hans. Honum þótti vænt um starf sitf, og honum f3nst hann sjerstaklega bundinn þeirri stöðu, sem tilviljunin og hepni hans höfðu sett hann í. Hann einsetti sjer að þola það eigi, að vera rekinn burtu með skömm, af vindhana eins og T. Acton Blair, og enn síður af hóp mentunarlausra, undir- gefinna þrjóta, sem þörfnuðust þess eins, að vera barðir áfram með svipum. Á leiðinni heim til Warmingfon datt honum í hug hugmynd, sem síðar átti eftir að bera blómlega ávexti. Hann fór að hugsa um hinar merkilegu, firtandi lyndiseinkunnir frænda síns; sá hann, að sparsemin ein hefði eigi verið.þess megnug, að gera hann svo auðugan. Frænda hans hlaut að hafa verið mjög synt um við- skifti, sem hann svo hafði auðgast á. Án þess, að nokkur nágrannanna hefði hugmynd um, hafði gamli sjervitringurinn átt í fjárbraski, sem reyndist framúrskarandi arðvænlegt. Brask þetta hafði ekki átt sjer stað í Stumpville. Dugald Steele hafði auðsæilega haft umboðs- mann í einhverjum stórbæjanna, og John Steele fór að yfirvega, hvort ekki gæti skeð, að hann hefði erft þá gáfu frá föðurbróður sínum, að safna fje, þá gáfu, sem myndað hefir hinar geysimiklu eignir, sem kunnugt er, að eru í Ameríku. Steele einsetti sjer, að gæta framvegis vel að peningamarkaðinum og kynna sjer grundvallar- atriði hagfræðinnar, svo ætlaði hann að byrja í smáum stíl, svo að það gerði ekki neitt þótt hann tapaði eða ynni og loks 'pá að reyna hina væntanlegu erfðagáfu. H^nn var alveg viss um, að eftir því sem hann þekti frænda sinn, hafði gamli, varfærni maðurinn aldrei hætt fje sínu í vitleysu, en komist yfir auð sinn í góðri trú á framtíð ættjarðarinnar og lagtfje sitt í kaup á stöðum, sem síðan stigu í verði. Út af öllum þessum hugleiðingum komst Steele í besta skap og vaggaði sjer í framtíðardraumum um brask og áhættufyrirtæki. Regar 'Steele opnaði hurðina _ að skrifstofu deildarstjórans, sneri Johnson, sem sat í stól deíldarstjórans, sjer alt í einu við með hnykl- uðum brúnum, bersýnilega argur yfir því, að nokkur skyldi dirfast að koma inn, án þess að berja að dyrum. »Nú, eruð það þjer, Steele,« hrópaði Johnson glaðlega; slepti hann viljandi að setja herra framan við, sem ’nann þó hafði gert nokkrum dögum áður. »Hvernig líður yður? Hvenær komuð þjer aftur?« íLestin kom fyrir 10 mínútum,« svaraði Steele rólega. Hann lokaði hurðinni á eftir sjer og stóð þar, en Johnson sal; leið honum sýnilega fremur illa, en var þó ákveðinn, að berjast fyrir stöðu sinni til þrautar. Undanfarna daga hafði hann margoft hugsað um þá stund, sem nú var upprunnin, en maður sá, er nú stóð fyrir honum, var ekki þreytti maðurinn, er áður hafði setið í stól þeim, sem hann nú sat í eða glaði unglingurinn, eins og hann var í fyrstu. í fyrsta sk;fti á samverutíma þeirra leit Johnson fyrir sjer mann, sem hafði vald, og fann til þess, og þótt hann skylfi af ótta, reyndi hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.