Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 56
50 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. á Kapilolium. En yður er þelta í trúnaði sagi, og um leið og jeg sný mjer að tryggara mál- efni, vil jeg geta þess, að mjer er sönn ánægja að hafa hitt yður, því að þjer eruð einn þeirra sárfáu manna, sem jeg hefi heyrt Rockervelt tala hrósyrði um, en þegar Rockervelt hælir einhverjum, langar mig til að kynnast þeim manni, og verða vínur hans sje þess kostur, því að sá hinn sami er viss með að komast áfram. Mig minnir,« hjelt óberstinn áfram, um leið og hann vjek sjer að Blair, »að hr. Rock- ervelt segði, að deildarstjórinn hjerna ætti all- mikið af hlutabrjefum í Midland.* »Hr. Rockervelt hefir talað af sjer, þegar hann sagði það,« svaraöi forstjórinn, »hann talaði um þetta við mig, þegar jeg var síðast í New-York, en þí gat jeg ekki gefið honum ákveðið svar.« »Hann hefir ekki á neinn hátt talað af sjer,« sagði Steele rólega. »Síðan við áttum tal sam- an fyrir nokkru, hr. Blair, hefi jeg selt öll Michigan Central hlutabrjefin mín og keypt Manatean Midland í staðinn.« »Ó, þá eruð þjer e nn af osv hrópiði Beck hrifinn. »Jeg vildi bara, að jeg hefði þekt yður, áður en þjer breyltuð um hlutabrjefin, jeg hefði þá getað kynt yður víxlurum, sem hefðu gert það fyrir yður, fyrir sama verð og okkur, en það er töluvert lægra en alment gengur og gerist. Ef þjer framvegis óskið að ráðstafa fje, þá skal mjer vera sönn ánægja að hjálpa yður með ráðum og dáð; munduð þjer á þann hátt geta sparað mikið fje.« »Jeg set peninga mína aðeins í trygg fyrir- tæki, en braska ekki með þá,« svaraði Síeele; »jeg legg meira upp úr góðri tryggingu, en miklum ágóða.« »Rað er viturleg venja,« svaraði óberstinn og kinkaði nokkrum sinnum kolli. Alt í einu breytti hann um umræðuefni og fór að nýju að tala um, hve það gleddi sig, að hafa kynst Steele. • Nokkurn hluta ársins á jeg heima í New- York, en nokkurn hluta þess hjer,« hjelt hann áfram, »því að hjer er jeg borinn og barnfædd- ur. Jeg kom hingað fyrir viku síðan og ann- að kvöld höfum við dálítið boð inni; þætti mjer vænt um, ef þjer vilduð koma. Rað verður ekki mikið um dýrðir, heldur óbreytt fjölskylduheimboð, en jeg get samt sem áður lofað því, að þjer munuð kynnast þar mörgum ágætismönnum. Er það ekki, Blair ? »Jú, óbersti,« svaraði Blair, »en þjer látið altof lítið yfir yður. Miðdegisveislur yðar gætu sæmt Lucullus — (rómverskur sælkeri) — og jeg get fullvissað hr. Steele um, að hann mun kynnast þar fjölda manns, sem hann hefir hag af að kynnast. Nú, þetta var fagur vitnis- burður, og gefinn án þess að þjer bæðuð þess.« »Nei, við Júpíter! jeg er búinn að heimta hann, var það ekki?« hrópaði hinn glaði óbersti og njeri hendur sínar. »Nú, hr. Steele, má jeg ekki vænta þess, að þjer komið? Pjer verðið að fyrirgefa, hve seint yður var boðið, en það er vegna þess, hve seint jeg kyntist yður.« John Steele þáði boðið með sömu alúð og óbetstinn bauð. O.ð beggja ýstrupjakkanna um það, að John Steele mundi mæta skemtilegu fólki, rættust að fullu, enda þótt gleði hans yfir hinum nýju mönnum beindist eiugöngu að einni persónu. Ungírú Sadie Beck var hin fegursta stúlka, sem Steele nokkru sinni hafði sjeð. Hún var fögur sýnum, sakleysisleg og skifti vel litum, háiprúð með afbrigðum og með fögur augu. Sú varð reyndin á, að hliðið að húsi Becks varð fyrir Steele hliðið að Eden, þar sem Eva beið hans í Paradís. Steele, er til þessa dags hafði iifað án þess að vera við kvenmann kendur, fann 11 tilfinninga, er hann sá Sadie Beck, sem hann. hafði aldrei fundið fyr, og lífið varð nú alt í einu í augum hans fult af dýr- legum loftköstulum, sem næstum rugluðu hann. Beck óbersti var ekkjumaður, og einkadóttir bróðir hans var ráðskona hjá honum. Óberst- inn hafði haft svo mikið að gera síðan hann misti konuna, að hann hafði aldrei haft tíma til að gifta sig aftur.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.