Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 61

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 61
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 55 »Nei, Sadie, jeg gat eigi leýft mjer slíkt, án þess að tala fyrst við yður.« »Ó, 'pað var gott,« mælti hin unga stúlka og andvarpaði, »mjer varð að marki illa við, þegar jeg heyrði, að þjer væruð kominn svona snemma dags til frænda, og þegar þjer voruð svo lengi hjá honum.* »Viljið þjer ekki, að jeg tali um trúlofun okkar?« »Pað er ekki um neina trúlofun að ræða. Þjer 'voruð svo æðisgenginn í gærkvöld, að jeg neyddist til að játa, að eins til að sleppa við yður, annars hefði frændi sjeð laglega sjón.« »Jeg vona, að þjer afturkallið ekki heitorð yðar,« mælti Steele alvarlega. Unga stúlkan svaraði ekki strax. Hún virtist ekki í góðu skapi, það leit svo út, sem hún ergði sig yfir einhverju, en Steele fanst, að hún hefði aldrei verið fegurri. •>Jeg geri hvorki að játa eða neita,« mælti hún að lokum. »Jeg vil, að alt sje eins og það áður var. Jeg er ekki viss um sjálfa mig. Mjer finst ódrengilega gert af yður, að nota yður klípur mínar í gærkvöld, og til þess liggja mörg rök, að jeg vil e>gi vera bundin af svari því, er jeg gaf yður.« »Rjer eruð lausar orða yðar,« svaraði Steele alvarlega. jRað er best, að alt sje eins og þjer sjálfar viljið. Pjer hafið sjálfsagt átt, og mun- uð eignast, marga ríkari biðla en mig, en eng- ann, sem ann yður heitar.« »Jeg hugsaði ekki um ríkidæmi,« mælti hin unga stúlka ergileg; svo bætti hún við eftir stundarþögn: »Og þó gct jeg strax viðurkent, að jeg get ekki verið kona fátæks manns. Kofi, vafinn rósum, er fallegur á málverki, og það er gaman að lesa um hann, en þegar jeg var stelpa, ólst jeg upp í sárri fátækt, svo jeg er búin að fá nóg af henni. Sennilega finst yður mjer farast lítilmannlega.« »Nei,« mælti Steele alvarlega, »mjer finst þjer fala hyggilega.« »Mjer mundi finnast fátt um hús í úthverf- um bæjarins með tveimur þjónustustúlkum eða annars flokks gistihús, eða jafnvel góða mat- sölustaði í miðbænum. Uppeldi mitt og lifn- aðarhæftir hafa gert mig ómóttækilega fyrir þess háttar ánægju.« »Pjer þurfið eigi að kvíða neinu úthverfa- húsi eða matsölustað. Jeg vinn mjer inn á ári 5000 dollara, og er þó aðeins að byrja á lífs- starfi mínu. Rar að auki á jeg höfuðstól, er nemur 300,000 dollara og ef þjer samþykkið, að við opinberum trúlofun okkar, þegar jég á miljón, skal jeg ábyrgjast, að opinberunin fer fram innan tveggja mánuða.« Hingað til hafði hin unga stúlka horft á gólfið, en nú leit hún upp, og hann sá að öll óánægja var horfin og að hún var aftur orðin glaðleg á svip. »Hvað,« mælti hún hlægjandi, »maður skyldi halda, að fjármálasamræða yðar við frænda hjeldi áfram við mig. Jeg held, að þessar upplýsingar utn peningamálefni sjcu því að kenna, að þjer eruð hversdagsklæddur að morgni dags. Jeg get eigi neitað því, að mjer lýst betur á yður í kjól við rafmagnsljós. Jeg er viss um, að hvorugu okkar duttu peningar í hug í gærkvöld, og mjer dultu þeir heldur eigi í hug nú, fyr en þjer fóruð að tala um þá.« Hún rjetli honum hendina og hann tók í hana mjög gtaður. »Jeg vil ekki, að neitt verði sagt um það, sem okkur hefir á milli farið, að minsta kosti ekki í bráðina,« hjelt hún áfram. »Mjer finst það ekki svo hræðilegt, þótt við dokum dálítið við, eða finst yður það ? Jeg á fjölda vina hjer í bænum, og kæri mig ekkert um, að verða umræðuefni þeirra. Við skulum láta við jáyrði mitt sitja, en þjer verðið að gefa mjer tóm til að komast eftir áliti frænda míns. Jeg vona, að þjer haldið áfram að koma hingað eins og ekkert hefði ískorist, og taki jeg yður þá eins illa, leyfi jeg yður að skamma mig. Erum við ásátt um það?« mælti hún hlægjandi og rjetti honum báðar hendurnar. »Pað er útkljáð mál«, mælti Sfeele glaður, og kysti hana, háfnauðuga. Mánuður leið og bar ekki neitt á neinu, nema Steele hefir sennilega verið tíðasti gestur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.