Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 70
64
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Er ekki alt í góðu Iagi og við góða líðan
heima, Jón minn?«
»Jú, þakk yður fyrir, herra, það líður vel
heima, nema að gamli varðhundurinn okkar,
hann Nero, er dauðujv?
»Hvað, — er hann dauður?«
»Já, ójá, — hann druknaði, þegar flóðið
hljóp á gripahúsið og drekli öllum kúnum og
hestunum'.*
»Hvað segir þú, — fórust allir gripirnir ít
vatnsflóði ?«
»Já, ójá, það var þarna rjett eftir að landar-
eignin var boðin upp.«
• Landareignin! — Hefir landareignin verið
boðin upp? — Ertu vitlaus?«
»Já, — fiúin ljet bjóða hana upp, áður en
hún fór með liðsforingjanum.*
»Konan mln, — með liðsforingjanum, —
hvað ertu að segja?«
»Já, hún fór þarna með liðsforingjanum butt,
um nóttina, þegar íbúðarhúsið brann, og hefir
ekki sjest síðan. Annars er alt í besta lagi.
Tveir flækingar í Kaupmanna'.iöfn hittust eitt
sinn og töldu fram eignir sínar; voru þær sam-
anlagðar 3,50. — Kom þeim nú gott ráð til
hugar til að ávaxfa fje þetta. — Skyldi annar
fara inn í næstu áfengisverslun og kaupa L/2
flösku af brennivíní, en hinn útvega lít ð
»snaps«-staup. Nokkuð fyrir utan borgina er
skipasmíðastöð, þangað skyldi svo ferðinni
heitið með flöskuna og siaupið og selja þar
verkamönnum til hressingar í sólarhitanum smá
»snapsa« á 0,50 hvorn. — Virtist þetta vera
gróðafyrirtæki mikið.
Sá, er kaupa skyldi Löskuna, fór inn í búð
eina. Fengust þar hálfflöskur af brennivini á
3,00, sá hann þar leik á borði til að eignast
0,50 af fjelagseigninni án þess að hinn grun
aði. — Keypti hann flöskuna og stakk fimmtíu-
aurunum í vasann.
Svo lögðu þeir fjelagar af stað. Veður var
heitt og mollulegt og tók þá hú að þyista.
• Heyrðu fjelagi,« segir sá, sem flöskuna hafði
keypt, »hjer finn jeg 50 aura í vestisfóðrinu,
sem jeg vissi ekki um. — Er þjer eigi sama
þó jeg kaupi einn »snaps«, ef jeg borga sama
verð og hinir. — Að mínum helmingi er jeg
samþykkur.«
Hinn gat ekkeit athugavert fundið við það.
— Tók sá fyrri »snapsinn«, en hinn stakk 50
aurunum í sinn vasa. —
Oanga þe:r nú um hríð.
»Jæja, jeg get þá líka fengið einn »snaps«
keyptan, eða hvað.« segir sá, er nú geymdi pen-
inginn.
Pað fanst hinum ekki nema sanngjarnt.
Pegar á áfangastaðinn kom, var uppselt úr
flöskunni.
Frúin: »Hvað hafið þjei verið lengi at-
vinnulaus, vesalingur.«
Betlarinn: »Bíðum við. — Jeg er fæddur
1870. — Jú, 57 ár munu það vera nú.«
S t ö k u r.
Höf. sá drukkinn mann liggja við farinn veg.
Ærið lágt þú liggur þar,
í legstað margra íslendinga.
Öfugstreymið öfugt bar ,
öfga þinna tilfinninga.
Kona bjó á bæ, sem hjet Grund. — Pótti hún
manni sínum eigi trú. Þá var kveðið:
ílla festir bóndinn blund,
— börnin vaka og hjala —
á meðan sinnir svanni á grund
söngvum næturgala.
Tveir kunningjar urðu ósáttir i ölæði. — Næst
þegar þeir hittust, mælti annar:
Okkur hefir yfirsjeðst
orðinn vekja kala.
Hinn svaraði:
Þeir, sem innra þekkjast best,
þurfa minst að tala.
S. S.