Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 74

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 74
68 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. farið þið inn bræður og fakið sína byssuna hvor og svo út í skóg með ykkur, jeg veit að þið eruð báðir góðar skyttur, eftir því sem um er að gera, af því bergi, sem þið eruð brotnir. Sá, sem fyr færir mjér dýr heim, skal fá Önnu. Svona skulum við hafa það, en eftir byssunum, engar vífilengj- ur. Á stað með ykkur. Salomon og Jakob hlýddu. Anna beið hjá Gunnari, en þegar þeir komu aftur, rjetti hún þeim hendina til kveðju. Kippkorn frá skógarvarðarhúsinu skiftist vegurinn og liggur sinn í hvora áttina. Liggur anriar þeirra til Ry og Himnafjalls, en hinn til Silkiborgarskógarins. Hjer stöns- uðu tvíburarnir og hlóðu byssur sínar. »(guðs nafm> sagði Jakob, »en það verð- ur þó að vera þannig, en jeg vil helst ekki eignast Önnu á þennan hátt, jeg er hrædd- ur um, að það verði ekki alt eins og það á að vera, með þessar veiðar í dag. Hvað heldur þú Salomon? — Hversvegna þegir þú. Æ, talaðu eitthvað við mig.« »Við verðum að freista hamingjunnar,« svaraði Salomon, »á meðan annar hlær, mun hinn gráta, en það getur ekki öðruvísi verið.« »Það er undarlegur tónn, sem þú talar í, rjettu mjer hönd þína bróðir, hvernig sem alt fer í dag, vonast jeg þó eftir, að við berum altaf jafn hlýjan hug hvor til annars.« Salomon kinkaði kolli, rjetti Jakob hönd- ina og sagði: »Hjer skiljast vegir okkar, guð yeri með þjer, kæri Jakob.« Hann kastaði byssunni um öxl sjer og gekk veginn til Himnafjallsins, Jakob stóð kyr og horfði eftir honum. »Það er langt síðan jeg hefi sjeð hann jafn hrærðan og í dag,« hugsaði Jakob, sjafnvel þótt hann vildi dylja mig þess. Altaf er hann líkur sjálfum sjer, nú velur hann veginn til Svíalækjar og Bjarkardals, til þess að jeg geti farið í Silkiborgarskóg- inn, þar sem mest er af dýrunum.« í þessum 'hugsunum gekk Jakob inn í skóginn. Hann fór út af veginum og hjelt eftir bugðóttum giljum og drögum, sem straum- vatn eða jarðskjálftar hafa myndað. Úr hvössustu eggjunum og bröttustu brekkun- um er tönn tímans búin að jafna fyrir langa löngu og þekja annaðhvort með há- vöxnu lyngi eða bláberjarunnum. Eftir því sem hann kom lengra inn í skóginn, dimdi meir, hið hressandi, raka skógarloft, Ijek um hann og hresti, djúpur friður, sem ei var rofinn af nokkru hljóði, hvíldi yfir öllu. í gegnum hina háu og löngu hvelfingu, þar sem laufið var alveg rótlaust, sem það væri úr fnálmi, náðu aðeins einstaka geislar að skína. En þar sem sólarljósið náði til jarð- arinnar, kastaði það marglitum Ijóma yfir burknana og gulrauðan eyrblandinn sandinn, þar sem trjárætur gægðust fram, hingað og þangað eins og blásin bein framliðinna manna. Mýflugurnar suðuðu og ofurlítill fugl sat á milli greina á visnaðri björk Qg tísti; þetta gamla trje, með sinn hrufótta börk og bognu greinar, sem alþaktar voru hvítum; slímkendum mosa, er hjekk í flygs- um niður undir jörð, líktist á þessum stað, fornri, frægri hetju, sem á kvöldin situr og hlustar á barnasögur og æfintýri. Allar þessar myndir báru fyrir veiðimanninn, án þess að hafa hin minstu áhrifáhann, hann gleymdi stað og stundu og fjell í draumkent mók, en fyrir inrfri sjónum hans brá fyrir stórum, glæsilegum myndum, sem heilluðu hug hans algerlega. Þegar hann svo um síðir raknaði af þessum draumum, var sólin dálítið farin að lækka á lofti. Hann hlust- aði og skygndist um, reyndi að handsama hvert hljóð, með þeirri nákvæmni auga og eyra, sem veiðimönnum einum er gefið, þar næst hljóp hann af stað til að vinna upp aftur það, sem hann hafði tapað. Fram undan honum var lægð með brekkum til beggja handa, eftir lægðinni rann lækur í ótal bugðum. Þarna hafði hann rutt sjer

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.