Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 75

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 75
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 69 braut með miklum erfiðismunum, en fjekk svo eigi önnur laun, en hverfa í Juulvatnið og sjást aldrei framar. Hingað og þangað rann hann huiinn undir grassverðinum og varð ekki sjeður, en alstaðar uppi yfir hon- um bar grasið og lyngið mikið sterkari lit og var stórvaxnara og-safameira. í miðjum dalnum stóð gamall og hrykalegur forn- mannahaugur, ekki svo sem stærri um sig eða hærri, en fjöldinn af hólum þeim, sem voru þarna hingað og þangað ; en hjer á þessum stað, í þessum dimma skógi, um- lukinn af skuggum hundruðum ára gamallra eik- og birkitrjáa, hjer gaf umhverfið honum svo mikinn svip. Þessi staður, sönn ímynd- un einverunnar, sem þvingar mannsandann til umhugsunar og særir fram myndir af hinum hverfandi skuggum með þeim há- fleygu hugmyndalitum, sem minningin ein getur stundum gefið liðna tímanum. Öðru megin hetjugrafarinnar sá Jakob stíga upp reyk úr kolagröf. Oamall maður sat þar á steini, sneri baki við sólu og batt viðar- knippi, meðan hann sat þarna yfir gryfjunni sinni. Jakob gekk til hans. »Góðan daginn, Sören Taisen. Hefir þú sjeð nokkuð til hjartarins í dag?« »Jeg hefi sjeð það sem verra er en hjört- ur,« svaraði Sören án þess að líta upp frá verki sínu. »Hvað áttu við?« »Jeg sá Palla gamla stakkhafur ganga yfir veginn, hjerna niður í Iægðinni, rjett áður en þú komst.« »PalIa stakkhafur,* át Jakob eftir honum. »Já, vissulega. Hann var frá Them og var jarðaður, þegar jeg var ofurlítill angi, en hann hefir ekki fengið frið í gröf sinni.« »Nú, og hann hefir þú sjeð í dag,« sagði Jakob. »Já,« sagði hinn og kinkaði kolll »Jeg befi sjeð hann og það eins greinilega, eins °g jeg sje þig núna. Hann gekk þvert yfir veginn, hægt og gætilega og ofurlítið álútur. Það er trú manna, að það spái engri heill, þegar eitthvað frjettist af Palla. En hvað ert þú að gera hjer, svona vel búinn og með byssu um öxl? — Ef skógarvörðurinn sæi nú ti! þín, Jakob.« »Ó, slíkt hefir við góð rök að styðjast, jeg er hjer hans erinda.« »Nú, það var nokkuð annað mál, þá er það líklega eitthvað faiið að lagast á milli ykkar Önnu ? Jeg hjelt nú annars, að það væri Salotnon bróðir þinn, sem ætti að fá hana. Niðri í þorpinu hjelt fólk því fram, að það væri hann, sem henni þætti vænt um, og hún biði aðeins enn til að gera þjer ekki eins þungt í skapi, þar sem val henn- ar næði ekki til þín.« »Hafa þeir sagt það?« spurði Jakob. »Pað getur vel verið, að það sje satt.« »Já, hvað ætli jeg viti um það,« bætti Sören við kæruleysislega. »Jeg sit hjer og passa gtyfjuna mína og lætaðra sjá um sig. En þetta sögðu þeir nú samt.« »Pað er ekkert afráðið um þaði ennþá,« sagði Jakob um Ieið og hann sneri sjer við og gekk inn í skóginn. Er hann hafði gengið dálitla stund, stans- aði hann skyndilega. Pað heyrðist skot úr þeirri átt, sem Salomon var. Hólarnir báru bergmál skothvellsins á milli sín. Pað var ekki hægt að efast um það. Jakob varð náfölur. »Pað er Salomon sem skaut,« hvíslaði hann, beygði sig áfram og hlustaði: »Pað er þá jeg, sem hefi tapað. Salomon skýtur ekki feilskot og það allra síst í dag, — og Anna. — Ó, guð minn góður, mjer þótti svo innilega vænt um hana — og það þykir honum líka, og svo segir fólk, að það sje hann, sem henni þyki vænt um. Hann mun gera hana hamingjusama, henni mun líða vel hjá honum.« »Jeg ætla ekki að fara Iengra. Áður en jeg kem aftur, mun hann vera kominn heim til Gunnars. Pau sitja saman, hún heldur í hönd hans og þau eru bæði sæl, enginn hugsar um mig. Jeg ætla samt að læðast

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.