Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 86

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 86
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Iöturhægt og rólega, nema hvað þeir voru smám saman að kippast við, þegar fugl flaug undan fótum þeirra. Við vorum rjett komiri að ánni. Það var var ofurlítil spræna að vatrismegni til, en ill undir fæti, stórgrýtt og gjótótt. »Hjer verðum við að gá vel að okkur,« sagði hún. Jeg kvað hana skyldi vera óhrædda. Jeg væri vatnsföllum töluvert vanur, og best mundi að Iofa hestunum að-vera nokkurn- veginn sjálfráðum. Hún hálfkveið þó að leggja út í ána. Jeg hughreysti hana og bað hana að vera rólega. Svo lögðum við í ána og riðum nokk- urn Veginn samsíða. Þegar út í miðja ána kom hnaut hestur fjelaga míns svo illa, að hún losnaði alveg úr söðlinum, og hefði steypst fram af í ána, ef jeg hefði ekki get- að gripið hana með báðum höndum og tekið hana í hnakkinn fyrir framan mig. Jeg er ekkert karlmenni að burðum, en á þessu augnabliki virtist mjer afl mitt aukast svo mjög, að mjer veittist það langt í frá erfitt, að kippa henni til mín. Jeg sá mjer þann kost vænstan, að halda fast því, sem mjer hafði í hendur borist, og reiða hana í land, en lofa hestinum að eiga sig þangað til síðar, — sem þó kom ekki til, því að hann leitaði á eftir mjer, og jeg þurfti aðeins að að standa á bakkanum og grípa hann, svo að hann hlypi ekki burt, því að taumurinn var uppi á makkanum. Þegar yfir ána kom, tóku við 'sljettar grundir með smá melhólum hingað og þangað. Jeg hjálpaði henni svo á bak aft- ur og við ásettum okkur, að ægja við fyrsta hólinn. Riðum við þjetting þangað, enda var eins og hestarnir lifnuðu við vaðalinn. Þar stigum við af baki. Við settumst and- spænis hvort öðru, og töluðum fátt. Sam- talið var alt í molum, jeg fann það á henni, að hún var altaf með hugann við atburðinn í ánni. Svo var eins og hún tæki fasta ákvörðun. Hún bauð mjer að koma nær og bragða á ferðanestinu, »!eifunum«, sagði hún. Jeg færði mig svo fast að henni, því að mjer var það eigi móti skapi, og neytti leifanna með henni. Þegar jeg þakkaði henni fyrir mig og rjetti henni hendina, þá tók hún töluvert þjett í hana til sín, svo að jeg hall- aðist fast að henni. Þá sagði hún: »Það má þjer ekki minna vera, en jeg þakki þjer fyrir lífgjöfina,« og að því sögðu lagði hún hendur um háisinn á mjer og þrýsti á varir mjer kossinum þeim, sem aldrei líður úr minni mínu. Óneitanlega kom hann mjer mjög á óvart, en mjer fanst hann þó í eðli sínu þannig vaxinn, að jeg eiga hann fyllilega skilið, og þess. vegna naut jeg hans í jafnríkum mæli, eins og hann var innilega útilátinn. En því er jeg að skrifa þessar endur- minningar nú? Það er líklega fyrir það, að jeg er löngu kvæntur annari konu, en hefi aldrei notið nje hlotið á æfileið minni annars eins koss. Það verður sennilega bæði fyrsti og síðasti kossinn. En þótt jeg hafi að eins einu sinni notið eins einasta koss, þrátt fyrir allar mínar kyssingar, þá er líf mitt einatt sælu blandað og unaði, þegar vitundin gefur mjer tíma til að ná í endurminnningar /cöss/wr. E. ö.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.