Tíbrá - 01.01.1892, Page 80

Tíbrá - 01.01.1892, Page 80
76 fyrir oss nýjum heimi, og mætti segja, að hún hafi veitt oss hið sjötta skilningarvit, til þess að sjá með hið ósýnilega. Þá er menn lesa rit náttúrufræðinga, og veita því eptirtekt, hversu þeir gagnskoða hina dýpstn leyndardóma, að því er snertir likamabygging •og líf þeirra vera, sem eru svo litlar, að aug- að getur ekki gert sér nokkra grein fyrir til- veru þeirra, þá freistast menn til þess að spyrja, hvort vísindamaðurinn í einhvers konar lær- •dómsdrambi setji ekki sinar eignar hugmyndir í staðinn fyrir hreinan sannleika. Menn, sem eigi hafa fylgt tímanum, hafa álitið fullyrðing- ar smæðarfræðinganna einberar hégiljur. En •er menn athuga hin afar-nákvæmu verkfæri þeirra, er það fljótséð, að missýning getur eigi auðveldlega komizt að, hversu óskiljandi sem uppgötvanir þeirra virðast vera. Smæðarsjónpipan var fundin því nær um sama leyti af tveim vísindamönnum í Hollandi, Leuwenhoeck og Ilartzoeker, og vildi hvortveggja hafa heiðurinn af fundningunni. Hinn fyrr- nefndi var þó að réttu lagi hinn fyrsti smæð- arfræðingur, en hinn síðarnefndi var eigi ann- að en góður náttúrufræðingr. (Framhald í næsta árg.) /S,

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.