Gripla - 01.01.1984, Page 11
JAKOB BENEDIKTSSON
STJÓRN OG NIKULÁS SAGA
Fyrir meira en áratug vakti dr. Selma Jónsdóttir athygli á því að í
fyrsta hluta Stjórnar1 væri tvisvar vitnað í Nikulás sögu, svo og að
margar hliðstæður væru í Stjórn I við Nikulás sögu Bergs Sokkasonar.2
Hún lét að því liggja að skýringin á þessu gæti verið að Stjórn I væri
yngri en Nikulás saga Bergs, en sló þó þann varnagla að frekari rann-
sókna væri þörf ‘til að ganga úr skugga um hvort um er að ræða tvær
sjálfstæðar gerðir sömu frumtexta eða hvort innbyrðis tengsl eru milli
textanna’.3 Þessu greinarkorni er ætlað að vera lítill skerfur til slíkra
rannsókna.
Tilvitnanirnar tvær eiga sér báðar efnislega samsvörun á sama stað
í Nikulás sögu Bergs (Nik. II),4 þar sem síðari tilvitnunin stendur í
beinu framhaldi af hinni fyrri; fyrri tilvitnunin á sér einnig hliðstæðu í
hinni eldri Nikulás sögu (Nik. I).5 í Stjórn I eru tilvitnanirnar aftur á
móti á tveimur stöðum og ekkert samband á milli þeirra. Hér skulu
þessar tilvitnanir settar upp samhliða:
Nik. II:
Sva segir meistari Johannes, at i nalægd
vid borgina er einn slettr vollr, sa er
opnaz med storum iardarrifum, sva til
likendis at taka sem klædi slitnar af
langri fyrnsku. Af þessum rifum brennr
elldr um nætr, en leggr reyk um daga.
Elldr sa er eigi sva mikils hita, at hann
brenni þat er hann snertr, helldr giorir
hann meinlæti mikit, ef madr rettir
hond sina i hann sakir profanar ok
forvitnis.
Stjórn 41:
Ef nockur spyr huat er saa elldr hafi
ser til næringar. þa ma þi uel þar til
suara. at nockur elldzins mynd er su.
er eigi þarf nóckut efni ser til næringh-
ar. sem sa er lesit er af i sogu hins
heilaga Nicholai. af huerium er madr
kennir hita, ef hann rettir hónd sina at
honum. en brennr þo eigi. en þess
hattar elldr brennir andana. eptir þi
sem i skiluisum bokum finnz skrifuat.
1 Stjórn .. . udg. af C. R. Unger, Chria 1862, bls. 1-299 (= Stjórn I).
2 Selma Jónsdóttir, Lýsingar í Stjórnarhandriti, Rvík 1971, bls. 61-64.
3 Sama rit, bls. 64.
4 Heilagra manna s0gur, udg. af C. R. Unger, II, Chria 1877, bls. 56 (= HMS
II).
s HMS II 21.