Gripla - 01.01.1984, Side 12
8
GRIPLA
Stjórn 82:
Enn i Licialandi er þat fiall er Chimera
heitir. huert er sua miklar iardhitur
hefir i sér. eptir þi sem segiz i sógu hins
heilaga Nicholai. at aa náttar tima ryðr
þat ok eyss elldi or ser upp. sua sem þat
fiall i Sichiley er Ethna heitir edr Ues-
euus i Campania edr Heklufiall aa Js-
landi.
Samsvarandi staður í Nik. I hljóðar svo:
En þar skamt fra borginni er vóllr, sa er slitnar sem klædi fornt, ok leggr or
þeim rifum svartan reyk um daga en elld um nætr sem ur afli. En edli elldz þess
er þat, at madr kenner hita, ef hann rettir hónd sina i elldinn til forvitnis, en hann
brennr þo eigi af elldinum.
Augljóst er að í fyrri tilvitnuninni er beint samband milli Nik. I og
Nik. II, þ. e. þær eru báðar runnar frá sama latínutexta, enda er sam-
svarandi texti til í prentuðum gerðum Nikulás sögu á latínu.6 En upp-
runi Stjórnartilvitnunarinnar er annar. Við hana er í Stjórn vísað til
Historia scholastica. Enda kemur í ljós að Stjórnartextinn er bein
þýðing á samsvarandi kafla í þeirri bók,7 að meðtalinni tilvísuninni í
Nikulás sögu (‘sicut in Vita beati Nicholai legitur’). Efnisleg samsvörun
við staðina í Nikulás sögunum báðum stafar einfaldlega af því að
Historia scholastica hefur tekið upp nær orðrétta setningu úr latneskri
Nikulás sögu. Þetta er Ijóst af samanburði við texta Nikulás sögu í
Speculum historiale (textinn hjá Mombritiusi er nær orðrétt eins):
Historia scholastica: Speculum historiale:
cui si manum adhibes, ardorem sentis, si quis experientiæ causa manum pro-
sed non pateris adustionem. pius adhibuerit, ardorem quidem sen-
tiat, sed nullam patiatur adustionem.
Af þessum samanburði er ljóst að fyrri tilvitnunin í Stjórnartextann
er tekin beint úr Historia scholastica en er ekki runnin frá íslenskri
Nikulás sögu.
Síðari tilvitnunin, um fjallið Chimera, stendur í allt öðru samhengi í
Stjórn, sem sé í landfræðikaflanum sem skotið er inn í textann (bls. 67-
100). Hún er þar á eðlilegum stað, þar sem lýst er löndum Litlu-Asíu.
6 Sjá Vincentius Bellovacensis, Speculutn historiale. Duaci 1624 (ljóspr. 1965)
XIII 67 (bls. 529); B. Mombritius, Sanctuarium seu Vitae sanctorum, Parisiis 1910
(Ijóspr. 1978), II 296.
7 J.-P. Migne, Patrologiae cursus completus. Series Latina. Vol. 198, 1075.
Ysidorus Ethimologiarum nefnir
fiall Cimeram segiandi, at þar af
brennr elldr a nottum, ok stendr i Licia
heradi, sem fyrr var greint af vellinum.