Gripla - 01.01.1984, Side 13
STJÓRN OG NIKULÁSSAGA
9
Þessi landfræðikafli er að heita má allur runninn frá Etymologiae ísi-
dórs, en þó ekki tekinn beint þaðan. Landfræðileg beinagrind kaflans
er úr Speculum historiale, enda vitnað til þess rits við upphaf hans,8 en
mestallt efnið í þessum kapítulum í Speculum historiale er tekið að
heita má orðrétt upp úr ísidór. Hinsvegar er í Stjórn bætt við margvís-
legum öðrum fróðleik um það sem nú mundi kallað lífríki þessara
landa, þ. e. dýr láðs og lagar, fugla og kynjadýr, furðuverur í manns-
mynd o. s. frv. Hjá ísidór er þessum fyrirbærum lýst eftir tegundum en
ekki raðað eftir landafræðinni eins og í Stjórn. Þessir fróðleiksmolar
eru í Stjórn tíndir saman úr 11.-13. bók ísidórs, en landafræðin er þar
öll í 14. bók. Fremur ólíklegt er að Stjórnarhöfundur hafi sjálfur tínt
þetta saman, hitt er sennilegra að hann hafi haft fyrir sér landfræðirit
þar sem þessum fróðleik hefur verið bætt inn. Ýmsar glefsur úr slíkum
ritum eru til í íslenskum miðaldaritum, enda þótt ekkert þeirra sé ná-
skylt Stjórn að öðru en því að mestallur fróðleikurinn er frá ísidór
runninn.
Tilvitnun Stjórnar í Nikulás sögu um fjallið Chimera er upphaflega
frá Isidór komin (XIV 3, 46), eins og Bergur tekur fram í Nik. II, en
hún stendur líka í Speculum historiale (I 70), orðrétt eins og hjá ísi-
dór:9
Ibi est mons Chimaera (Spec. hist.: Chymgra), qui nocturnis aestibus ignem
exhalat: sicut in Sicilia Aetna et Vesuvius (Spec. hist.: Veseuus) in Campania.
Athyglisvert er að sama villan stendur í Stjórn og í Speculum histo-
riale: Veseuus fyrir Vesuvius.10 Þetta bendir á að Stjórn hafi haft sinn
texta úr Speculum historiale, enda er síðasta setningin (um Etnu, Vesú-
víus og Heklu) ekki í Nik. II og þýðingin nákvæmari í Stjórn, auk þess
að Stjómarhöfundur hefur bætt Heklufjalli við.
En Stjórn hefur það umfram Speculum historiale að vitna til Niku-
lás sögu, og þessi grein um eldfjöllin stendur ekki í þeim latínutextum
sögunnar sem nefndir eru í 6. nmgr. hér á undan. Því er eðlilegt að
spurt sé: hvaðan var Stjórnarhöfundi komin sú viska að bendla þessa
grein við Nikulás sögu, og hvers vegna tók Bergur hana upp í sína
sögu? Það svar sem virðist liggja beinast við er vitaskuld að greininni
8 Sjá Stjórn, bls. 67; sbr. Speculum liistoriale I 63-83.
9 Vitnað er í ísidór eftir Isidori . . . Etymologiarum sive Originum libri XX,
rec. W. M. Lindsay. Oxonii 1911.
10 Ueseuus stendur aðeins í AM 226 fol.; AM 227 fol. hefur hinsvegar ‘uesen-
us’; villan er þar komin þrepi lengra.