Gripla - 01.01.1984, Page 14
10
GRIPLA
eða hluta hennar hafi verið skotið inn í einhverja latneska gerð Nikulás
sögu sem bæði Stjórnarhöfundur og Bergur hafi þekkt. Sá hængur er á
þessari skýringu að mér er ekki kunnugt unr neina slíka gerð Nikulás
sögu á latínu. En margar latneskar gerðir Nikulás sögu voru til á mið-
öldum og eru fæstar þeirra til á prenti og textarnir ennþá lítt rannsak-
aðir,11 svo að ekki sé minnst á þá texta sem glatast hafa.12 Að Stjórnar-
höfundur hafi sótt þessa vitneskju í Nikulás sögu Bergs virðist mér
ósennilegt með öllu, bæði af því að texti greinarinnar er ekki þaðan
runninn og ekki síður af því að engin önnur rök styðja þá tilgátu að
Stjórnarhöfundur hafi notað Nik. II, eins og nú verður drepið á.
í áðumefndri bók sinni tilfærir dr. Selma ýmsa hliðstæða smákafla
úr Stjórn I og Nik. II.13 Flestir þeirra eru úr 4. kap. Nik. II (HMS II
55-56), en sá kafli er stutt landfræðiyfirlit um Asíu. Allur þessi kafli er
mjög styttur útdráttur úr 3. kapítula 14. bókar ísidórs eða úr Speculum
historiale I 63-70. Þar sem hér er um að ræða sama latneska frum-
textann og liggur að baki Stjórnartextans er engin furða að efnið sé
líkt í báðum ritum, en Stjórnartextinn er miklu ýtarlegri og orðalags-
líkingar eru nær engar, nema þar sem um svo einföld atriði er að ræða
að bein þýðing hlaut að verða nær eins. Tökum sem dæmi fyrstu setn-
inguna í landfræðikaflanum hjá ísidór og í Speculum historiale ásamt
þýðingum Stjórnar og Nik. II:
ísidór XIV 3, 1 (= Spec. hist. I 63): Asia ex nomine cujusdam mulieris est ap-
pellata, quae apud antiquos imperium tenuit orientis.
Stjórn 67: Asia er kallat af nafni nockurrar konu. huer er i fyrndinni hellt riki i
austrhaalfu ueralldarinnar.
Nik. II 55: Asia hefir nafn tekit af konu nockurri, er i fornum timum hellt
austrriki.
Hér er þrátt fyrir nokkra orðalíkingu greinilega um tvær óháðar
þýðingar að ræða; auk þess stendur málsgreinin ekki í upphafi land-
fræðikaflans í Nik. II, en er skotið þar inn aftar. í öðrum dæmurn úr
landfræðikaflanum sem tilfærð eru í bók dr. Selmu á hið sama við,
nema að orðalíkingar eru þar enn minni. Á því er enginn vafi að þar
hafa tveir þýðendur verið að spreyta sig á sama frumtexta.
Lengsti kaflinn sem dr. Selma tilfærir er ekki úr þessum kafla í Nik.
11 Sjá Sverrir Tómasson í Helgastaðabók, Rvík 1982, bls. 20-21, 29-31.
12 Latneskar Nikulás sögur voru líka til á íslandi, sjá Helgastaðabók, bls. 23,
1. nmgr.
13 Lýsingar í Stjórnarhandriti, bls. 62-64.