Gripla - 01.01.1984, Síða 15
STJÓRN OG NIKULÁSSAGA
11
II, en það er lýsingin á þeim vonda ormi basiliscus.14 Þessi kafli er
þýðing á Isidór XII 4, 6-7, en er ekki í Speculum historiale, enda er í
upphafi kaflans í Nik. II vitnað beint í ísidór. Þýðingin í Stjórn er
orðréttari og fylgir að mestu setningaröð frumtextans, en í Nik. II er
setningaröð breytt í síðari hluta kaflans og sleppt úr setningu um hreysi-
köttinn, sem stendur í Stjórn. Orðalagslíkingar eru þar engar, enda er
þýðingin í Nik. II oft betur stíluð, t. d.:
Stjórn: Nik. II:
Huerr fliugandi fugl sem fyrir hans Engi fliugandi fugl, er fyrir hans aug-
seonum uerdr. huat fiarlægr honum um verdr, kemz omeiddr i brott, helldr
sem hann ferr edr flygr. þa brennr er þvi likazt sem þeir brenni i loptinu,
hann af hans munni ok fyrirferst. þott adr se þeir hardla fiarri orminum.
Isidór:
Siquidem et eius aspectu nulla avis volans inlaesa transit, sed quam procul sit,
eius ore conbusta devoratur.
Ekki þarf frekari vitna við að hér er um tvær þýðingar að ræða sem
eru hvor annarri öldungis óháðar. Eina orðalíkingin er ‘fljúgandi fugl’,
en ‘avis volans’ verður trauðla þýtt öðruvísi. Enn frernur er af þessu
ljóst að Bergur hefur notað texta ísidórs. Hann heldur líka áfram með
lýsingu á hreysikettinum, sem einn gat grandað basilisco, en sú lýsing
er þýdd úr ísidór XII 3,3, og Bergur bætir þar inn í setningunni sem
hann sleppti úr lýsingu ormsins rétt á undan.
Af þessu sem nú hefur verið sagt ætti að vera Ijóst að þessar hlið-
stæður í Stjórn og Nik. II gefa ekkert tilefni til að ætla að um beint
samband milli þessara rita sé að ræða, á þann veg að Stjórn sé yngra
rit en Nik. II. Hitt er svo annað mál hvort finna megi skyldleika í mál-
fari og stíl með ritum Bergs Sokkasonar eða hans skóla og fyrsta hluta
Stjórnar, eins og Peter Hallberg hefur leitt að líkur.15 Það er allt annað
rannsóknarefni sem hér verður ekki hreyft við.
14 Stjórn, bls. 93; Nik. II (HMS II), bls. 60-61.
!5 Sjá Saga-Book XVIII, bls. 346-53.