Gripla - 01.01.1984, Page 19
PAMPHILUS DE AMORE
15
að latneskar fyrirmyndir ýmissa bóka sem snarað var á íslenzku forðum
voru skólabækur, og er því auðvelt að skýra uppruna Hugsvinnsmála,
Alexanders sögu, Rómverja sögu og Gyðinga sögu. Þegar fjallað er um
þýðingar Brands ábóta Jónssonar í Þykkvabæ, er vert að hafa það í
huga, að hann mun hafa notað bæði Alexandreis og Makkabeabók við
kennslu í skóla sínum, áður hann sneri þeim á móðurmálið.
Af latneska textanum eru ýmsar prentaðar útgáfur, og hef ég stuðzt
einkum við tvær. Hin fyrri er í ritinu La ‘Comédie’ latine en France au
12e siécle I—II eftir Gustave Cohen (Paris 1931), og hin síðari var gefin
út af Keith Bate í Three Latin Comedies (Toronto 1976). Einsætt er að
norræna þýðingin er gerð eftir handriti, sem hefur verið miklu skyldara
texta frönsku útgáfunnar en hinnar kanadísku.
Að lokum skal þess getið, að púnktalínur merkja úrfellingar eða
eyður í norræna textanum; stundum eru svigar notaðir í því skyni að
draga athygli að viðbótum við frumtextann. Skáletrun merkir að lagfært
sé frá því sem stendur í handriti. Á einstaka stað hef ég leiðrétt augljós
pennaglöp án þess að skáletra eða geta þess í skýringum.
II. PAMPHILUS
Pamphilus
1. Eg em særður, og ber eg gaflak undir hjarta mínu.
Sár og harmur vex mér jafnan,
og ei dirfumst eg að segja nafn höggvanda,
og ei lætur sjálft sár sýnast.
5. Því vænti eg þar meira háska mínum skaða,
og engi lækning man geja heilsu hjálp.
Hverja götu skal eg bezta grípa,
eða hvað skal eg til taka? Hvergi má eg öruggur fara.
Eg segi til meina minna, og er sök til hin réttasta.
10. Gnótt er eigi ráðs mér.
Sem þeim er margt er að meini, þörf gerir margs að freista;
og vél hjálpur oft sínum drottni.
En mitt sár birtir sig með réttri skipan,
hvílíkt það er eða hvaðan það kom,
15. og mun sár vaxa án læknis.