Gripla - 01.01.1984, Page 22
GRIPLA
18
85. og með vél er fiskur tekinn, er undir skírri báru er,
og með vél fer maður þurrum fótum um haf,
og í mörgum hlutum stoðar manni vél og þjónkan.
Með vél fæðist margur maður,
vél lægir höfðingja reiði,
90. og með vél gætir sekur maður höfuðs síns og fjár,
og með vél gleðst sæll sá er vanur var að gráta vesall,
og með vél ríður nú sá prúður er vanur var að ganga fátæklega.
Og það er engi frændi má gefa,
þá gefur það iðulega iðn.
95. Og þó að hún hafni fyrst þinni þjónkan,
þá vert þú búinn að þjóna henni.
Með þvísa mátt þú sigra hót heitsamrar vinu,
og mun sú gerast vina þín, er áður var andskoti.
Til þess staðar skalt þú oft koma sem þú veizt hana vana vera.
100. Og ef þú mátt, þá fœð þú hana með orðum og leik,
því að æska elskar gleði jafnan og leikblandin mál.
Þá fýsir hug æskumanna til ástar.
Sýn þig henni jafnan glaðan og í hug góðum,
því að hver maður sýnist konum fegri glaður en reiður.
105. Eigi skalt þú mjög þegja og still þó ræðu þinni.
Oft hafnar mær manni fyrir litla sök.
Fögur ræða nærir ást,
og fögur ræða stillir grimman hug.
Og ef staður er til, þá lát hana afls í leiki kenna.
110. Þá mun mörg þér það veita, er þig vænti eigi áður.
Skammast stundum konur að segja vilja sinn.
Og það oft er þær vilja víst hafa, þá munu þær þó nítta stundum.
Fegra þykkir og meydóm að láta með afli
en segja svo: ‘Ger af mér vilja þinn.’
115. Þetta skalt þú og víst varast, ef þú átt fé lítið,
að þú leyn hana vesöld þinni og fátækt.
Snotur hefir fagra meðferð, þó að lítið eigi,
og þó fram færir gyllta ræðu að í brjósti grátt búi.
Seg þig með orðum auðgan vera,
120. því að stórir hlutir öðlast með athygli.
Og veröld hefir marga hluti þá er allir vitu,
og af slíku mætti henni margt segja.