Gripla - 01.01.1984, Page 26
22
GRIPLA
215. Þó hæfir mér að svara hverjum þeim er orða krefur.
Því játta eg, að þú og hver er vill komi hingað,
og þó svo að eg haldi sæmd minni.
Lofað er meyjum að hlýða orðum manna og orðum svara,
220. og þó hæfir að stilling sé á.
Ef þú rœðir gott til mín, leikandi mun eg svara þér,
en ef nokkuð er meinsamt í, þá man eg það víst ei þola.
En þú beiðist að við sém tvö einsaman: því nítta eg,
því að eigi dugir okkur tveim einum inni vera,
225. því að af slíku vex meyjum ámæli.
Pamphilus
Eigi gaft þú mér nú smám,
því að stórar gjafir þykki mér viðurmæli þitt.
Gnættist mér aðeins þessa heims virðing, get eg ei þér þakkað
sem vert er,
230. þessa virðing má eg eigi með orðum gjalda
né með atburð. Þá mun tíð koma,
er sýna mun þér sannan vin.
Lát eigi nú þér fyrir þykkja, því að eigi þori eg þér nú fleira
að segja,
þó að eg vilda, en þó vil eg þig nokkurs biðja:
235. Að við mættim fagurlega faðmast og kurteisa kossa
veita hvort öðru, þá er staður er til hæfilegur.
Galathea
Að faðman fæði óleyfða ást,
að oft svíki kossar og faðman unga mey,
þá mun eg nú aðeins það þola þér, en þú lát ei fleira fram koma.
240. Og þetta mynda eg og öngum nema þér þola.
En nú mun frá kirkju koma faðir minn og móðir,
og hæfir mér nú heim að ganga, að eg verði eigi ásökuð,
því að enn munu tíðir gnógar ganga, er við megum við ræðast.