Gripla - 01.01.1984, Page 30
26
GRIPLA
og hann tók vel við vorri fátækt,
og hann yfirstígur alla með lofi sínu jafnaldra sína.
Pamphilus yfirkemur alla sína félaga:
345. Hann er heimskur heimskum og hógvær hógværum sem lamb.
Vitur maður stendur í móti heimsku með réttu.
Engi æskumaður er jafnvel rœmdur í borg þessi.
Hans afla eyðir ei ofdrykkja,
hann er vel siðaður, því að góður var uppruni hans.
350. Sætt epli fellur af sætu tré.
Kynfylgja birtir oft hvaðan kominn er.
Oft líkist sonur feður.
Nú gæl ofmargt mun eg nú mælt hafa.
Eg sé Galatheam standa hjá garðshliði;
kann vera með atburð að hún hafi heyrt mína ræðu.
355. Vit það, Galathea, að eg hugða engan í nánd vera,
en þó hefi eg ekki logið.
Pamphilus birtist víst yfir öllum mönnum í borg þessi.
Menn veit, fagurlega varðveitir hann sína atferð,
sína sæmd og dýrð, og lof vex með honum jafnan,
360. og með réttu má hann engi öfunda.
Hann er vel fjáður, og mikillætist hann þó ekki af því,
og hans auður hefir engan löst.
Það vilda eg, Galathea, að hann væri búandi þinn,
og það sama myndir þú vilja, ef þú vissir sem eg.
365. Og vilja minn sagða eg, en ei bað hann þess mig.
Minn dómur dæmir ykkur bæði saman.
Kyn og kostur hvors tveggja dæmir ykkur bæði saman.
Nú hlýðum við tómum orðum um stund,
370. en oft koma stórmæli af litlum hlut.
Mikill eldur verður oft af litlum gneista,
lítið upphaf gerir stundum ágætt niðurlag.
Hugur minn ætlaði með sér þetta upphaf þessa máls,
og því sneri eg minni ræðu til þín í gamni mínu.
375. En ef hugur þinn eða hugskot kemst nokkuð við þessa ræðu,
þá bið eg þig, að þú segir mér, hvað er þér líkar eða eigi
í minni ræðu,
en orð þín manu eigi í hvers manns heyrn, heldur munu víst
með mér allvel leynd vera.