Gripla - 01.01.1984, Page 33
PAMPHILUS DE AMORE
29
435. En því skalt þú þó mjög leyna og svo honum einum segja.
En hans skalt þú þó fyrst með mikilli freistni freista,
en það er eg sagða þá mun hann með atburð þér segja.
En þú far nú brott með bæn minni og ger allt með lævísi,
440. og allt það sem hann ræðir fyrir þér, þá seg mér á morgin.
Kerling
(ávarpar Pamphilus)
Ast þín og starf mitt, Pamphile, er ei komið sem eg vilda.
Eg var kölluð of síðla þér til liðs,
því að hvorki mun nú stoða þér starf né vél.
445. Galathee er nú giftarorð búið, svo sem öll þjóð segir.
Eg undra þann umbúnað er henni er búinn.
Víst hundrað hluta standa í móti því er eg vænta,
en þó leyna þau faðir og móðir.
Og þess bið eg þig, að þú ber þetta viturlega, er eg segi þér,
450. og lát laust það er ekki má vera, og leita þess er vera má.
Pamphilus
Veiss sé mér, hvar er afl mitt komið og huggan lífs míns?
Veiss er mér veslum! Ekki er megin í limum mínum;
hver limur níttar sinni þjónustu:
454a (fætur göngu, hendur handlan, tunga máli, augu sjón, eyru heyrn.
454b Búkur má eigi herðum halda né háls höfði.)
455. Von hefir mig blekktan. Von hefir mig með angri og ergi fluttan.
Nú er von langt í brott farin og brennandi ást í stað komin.
Nú má vort segl enga höfn sjá,
og vort akkeri má hvergi land kenna,
og vor harmur veit sér hvergi hjálpar von.
460. Einsaman Galathea hefir huggan mína og harms míns.
Og hún er sök bana míns, og hún er von heilsu minnar,
því ef eg má eigi hennar njóta, þá líkar mér að deyja.
Kerling
Heyr þú fól, hví œrist þú? Hver óslökkilegur harmur þröngvir þér?
Þín aumkan aflar þér enga umbun.