Gripla - 01.01.1984, Page 36
32
GRIPLA
meum lumina lumen habent. — ‘Þú svarar mér ekki, né leggur þú
hlustir við orðum mínum, og þín björtu augu hafa ekki mína
sýn.
66. fæðir, hdr. jœr (skr. jgr)\ leiðrétt skv. lat. pasce.
70. Assiduasque preces concipit ille dolor. — ‘Og þessi angist getur
af sér sífelldar bænir.’
77-8. Nam iurando prius quos venditor ipse negabat / Venales census
improbus emptor habet. — ‘Því að þrálátur kaupandi fær að lok-
um þær vörur, sem seljandi hafði áður neitað með eiðum að falar
væru.’
82(b). Spakmæli þetta mun vera þegið úr öðru riti.
84. stöpla, hdr. stolpa; leiðr. skv. lat. turres.
100. fæð, hdr. fóðt; lagjœrt af útg.
103. í hug góðum, b.v.
104. Orðunum konum og en reiðr er bœtt við í þýðingunni.
106. I hdr. er setning þessi tveim versum síðar, en er hér sett á sinn
stað samkvœmt latneska textanum.
118. Kölbing leggur til að grátt sé villa fyrir orðið grátr, sbr. lat. Iocun-
doque suas ore tegit lacrymas. — ‘Og brosanda munni hylur tár
sín.’
121. Ónákvœm þýðing. Plurima mundus habet sua que vicinia nescit.
— ‘Veröld hefur marga hluti, sem grannkona þín þekkir ekki.’
131. Tunc illam multo temptamine sepe fatiga. — ‘Þú skalt jafnan
þreyta hana með mikilli freistni.’
139-40. Hér hefur eitthvað fallið úr. Incipe: spe melius dedit et dabit
omnia tempus, / Non timor ullus erit in quibus esse times. —
‘Tak til starfa! Tíminn hefur gefið og mun gefa allt von betra.
Enginn uggur stafi þér af þeim hlutum, er þú óttast.’
141. Síðara hluta versins er sleppt í þýðingunni: Vinces studiosus ami-
cam. — ‘Þú sigrar ástkonu þína með ástundan.’
142. Setningunni Gæt nú minna ráða er bœtt við í þýðingu.
143. Latneski textinn hljóðar á þessa lund: Incolumis leviter egro
solacia prebet. — ‘Léttlega veitir heill huggan sjúkum manni,’
eins og hér er prentað. En í norska handritinu er setningin svo:
Retliga væitir hæil huggan. gleðe siukum manni. Fyrsta leiðrétt-
ingin þarf naumast athugunar við, þar sem latneska orðið er
‘leviter’, enda eru þess önnur dœmi í textanum, að skrifari hefur
mislesið einstaka stafi. Hinar breytingarnar (hæil 2> heill; niður-