Gripla - 01.01.1984, Page 39
PAMPHILUS DE AMORE 35
320. Vantar í þýðingu. Et quodcumque michi dixeris ipse dabo. — ‘Og
hvers sem þú beiðist, það mun eg gefa þér.’
331-2. Ónákvœm þýðing. Multum grata michi iam nos concordia
junxit, / Pactaque sollicite inter utrumque fides. — ‘Mér er það
einkar ljúft, að samþykki og gagnkvæmur trúnaður bindur okkur
saman.’
335. lítur, hdr. lytr; leiðr. skv. lat. spectat.
343. Lat. in bonitate, ‘í gæzku’ vantar í þýðingu.
346. heimsku, hdr. heimskum; leiðr. skv. lat. stultitie. Orðmyndin
‘heimskum’ í nœstu Ijóðlínu á undan virðist hafa valdið þessu frá-
viki.
347. ræmdur, hdr. róndr; leiðr. skv. lat. tante . .. probitatis.
348. afla, hdr. afl; leiðr. skv. lat. ‘Quas acquirit opes non vorat inglu-
vies.’
350. Sætt epli fellur .. . Hér hefur lat. fleirtölu: dulcia poma cadunt.
Sbr. spakmœlin hér á eftir.
352(b). Nú gæl ofmargt mun eg mælt hafa; bœtt við af þýðanda eða
skrifara.
361. fjáður, hdr. siaðr; leiðr. skv. lat. locuples. Ludvig Holm-Olsen
telur orðið vera ‘siðaður’, en það fœr engan veginn staðizt þegar
latneski textinn er hafður í huga. ‘f’ virðist einnig vera mislesið
sem ‘s’ í 399. vísuorði.
366. Setning þessi er tveim versum ofar í þýð., en hér fœrð á sinn stað.
367-8. Et genus et probitas et forma decens utriusque / Mecum con-
cedunt vos simul esse duos. ‘Kyn og sæmd og fegurð ykkar beggja
sýna mér að þið tvö eigið vel saman.’
369. hlýðum, óljóst í hdr. (lyðo?).
388. Leiðr. skv. lat. Nam michi sufficiens est mea paupertas. (‘Fátækt
mín nægir mér alveg.’) Norski textinn hljóðar svo: þuiat ec á litit.
þa er æigi mer litit órit. Hugmyndin í þessum orðum kerlingar er
hin sama og í málshœttinum ‘Sá hefir nóg sér nægja lætur’.
397. ærinn, hdr. óinn; lagfœrt af útg.
398. frægð, hdr. fegrð; leiðr. skv. lat. fama.
399. félag, hdr. selag. Sbr. útg. Kölbings og L.H-O. (‘s’ líkist þó latn-
esku ‘f’).
401. frændr er hér þýðing á amicis, ‘vinum.’
405. frændr er hér þýðing á parentum.
406. þín, hdr. þinn; lagfœrt af útg.