Gripla - 01.01.1984, Page 40
GRIPLA
36
407. Latneski textinn hljóðar á þessa lund: Exercet corda juvenum
Venus ingeniosa. ‘Bragðsöm Venus ræður hjörtum hinna ungu.’
409. Incitat hec animos, dat largis, odit avaros. ‘Hún (þ. e. Venus)
vekur hugskot manna, gefur örlátum, hatar ágjarna.’
411. Narraret nullus quantum Veneris valet usus: ‘Enginn gæti sagt,
hve miklu ástundun Venusar fær orkað.’
414. eldleg, hdr. ællig.
415. vopn ástargyðju er hér þýðing á arma Cupidinis. Þó er ástarguð-
inn Cupido engin gyðja, enda er heiti hans í karlkyni.
419. óorð, hdr. vaurðu; leiðr. skv. lat. fame .. . verba.
420. Vantar í þýðingu. Que magis in tali crimine lumen habent. ‘sem
í slíkri afgerð verða lýðum ljós.’
421. ríkara, hdr. ríkari; leiðr. skv. lat. maior nimis est infamia vero.
422. Síðari setningin er ekki runnin jrá latneska textanum, sem hljóðar
á þessa lund: rumor et ipse cadit: ‘og sjálfur orðrómurinn fellur
niður.’
423. Murmura, rumores, curas removebo timoris. ‘Eg skal þagga orð-
róminn niður og leysa ykkur undan áhyggjum óttans.
425. Nam Veneris mores cognoscimus, ejus et artes. ‘Vér þekkjum
hætti Venusar og vélar hennar.’
428. djarflegar, hdr. djarflega; en latínan hefur hér miðstig (tutius)
enda á það betur við samhengið.
430. Vantar í þýðingu. Nam dolus insidias tendit ubique suas. ‘því að
flærð leggur hvarvetna gildrur sínar.’
434. hví; Kölbing leggur til, að breytt sé í því.
436. Vantar í þýðingu. Non tamen incipies hac ratione loqui. ‘Farðu
samt ekki að hafa þetta á orði.’
438. það, ekki í hdr; bœtt við af útgefanda.
441. Vantar í þýðingu. Multociens homines frustratur spesque labor-
que! ‘Oft bregðast vonir manna og athafnir.’
446. Eg, hdr. oc; leiðrétt af útg.
452. Mens mea non servit nec mea lingua michi. ‘Hugur minn þjónar
mér ekki, né heldur tungan.’
454. (a) og (b). Bœtt við af þýðanda eða skrifara. Þess má þó geta, aö
orðin ‘tunga máli’ eru bergmál frá 452. vísuorði.
455. Síðari setningin hljóðar svo á lat.: per spem Venus ossibus hesit.
‘af von hefur Venus loðað við bein mín.’
463. ærist, hdr. hefur sögnina í þátíð; hér lagfœrt af útg.