Gripla - 01.01.1984, Page 41
PAMPHILUS DE AMORE
37
466. Fyrra hluta Ijóðlínu vantar í þýðingu: Terge tuas lachrymas.
‘Þerrðu af þér tárin.’
467. Hér beitir þýðandi öðru spakmœli en í frumritinu. Sjá kaflann um
spakmœli hér á eftir.
468. Vantar í þýðingu. Et facit artificem sepius hoc hominem. ‘Og þetta
gerir hann jafnan býsna hagan.’
478. Ast án, hdr. fá; leiðrétt í samrœmi við frumtexta, en þar hljóðar
Ijóðlínan á þessa lund: Semper me miserum carpet inanis amor.
‘Ást án nytsemd’ má teljast þokkaleg þýðing á ‘inanis amor.’
483. Andvarpa, hdr. Andvarpar; lagfœrt af útg.
488. huggar, hdr. hugga; lagfært af útg.
IV. SPAKMÆLI
Eins og drepið var lauslega á í formála, þá hefur Pamphilus mörg spak-
mæli að geyma, ekki einungis málshætti og orðskviði, heldur einnig
heilræði og önnur viturleg ummæli, sem hafa almennt gildi. Hér á eftir
verða spakmæli í þeim hluta kvæðisins sem varðveittur er á norrænu
talin upp í stafrófsröð, og fylgir með norræna þýðingin. Yfirleitt virðist
þýðandi hafa lagt sérstaka alúð við að snúa spakmælum á gott mál, en
einstaka sinnum beitir hann þó öðru spakmæli en gert er á latínunni, og
tekst þó jafnan vel. Nokkrir málshættir hafa glatazt við uppskrift nor-
ræna textans og aðrir brenglazt. Stundum bregður svo við, að norræna
þýðingin beitir málshætti þar sem slíkt er ekki gert í latneska textanum:
‘Þörf gerir margs að freista’ (11). — ‘Engi er laus meðan bundinn
er’ (22b). — ‘Sjálfur getur oft sömu bænar’ (70). ‘Vél fylgir lævísum
manni’ (82b). Athyglisverð eru einnig spakmælin ‘Veröld hefir marga
hluti þá er allir vitu’ (121) og ‘Vitur kann skilja hálfkveðið orð’ (183),
þar sem frávikin frá latínunni sýna greinilega, að þýðandi hefur hlotið
þjálfun í listinni að beita spakmælum á áhrifamikinn hátt.
Þegar spakmæli og orðskviðir í íslenzkum og norskum fornbókmennt-
um hafa verið rannsökuð vísindalega og í heild, verður fyrst unnt að
gera sér grein fyrir áhrifum Pamphilusar hér á norðurslóðum. Þó má
benda á einstaka spakmæli í íslenzkum ritum fyrri alda sem átt gætu
rætur að rekja til Pamphilusar svo sem ‘Sæt epli falla af sætu tré’.
Tölur aftan við spakmæli merkja línur í textanum. Bókstafurinn W
og tölur með vísa til spakmæla í riti Hans Walters um málshætti og
spakmæli á miðöldum, Proverbia Sententiaeque Latinitatis Medii Aevi