Gripla - 01.01.1984, Side 69
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
65
2. HÉRAÐSDÓMAR
Alþingisdómurinn 1690 í máli Klemusar Bjarnasonar er síðasti dauða-
dómur í galdramáli, sem kveðinn hefur verið upp á íslandi. Að sögn
Jóns Halldórssonar í Hítardal var ákvörðun um frestun aftöku tekin að
undirlagi Christoffers Heidemanns landfógeta, enda hefði sú ákvörðun
verið í verkahring landfógeta samkvæmt erindisbréfi frá 16. maí 1683,* * * 4
en amtmannsembættið var nýlega stofnað og Chr. Múller lítt kunnur
landsmálum. Heidemann var á alþingi 1690, en sigldi um sumarið til
Danmerkur. Hann kom til íslands fyrir alþing 1691 og hafði út með sér
bréf konungs, þar á meðal bréfið um að þyrmt skyldi lífi Klemusar.5
Landfógeti hefur sumarið 1690 haft með til Danmerkur staðfest eftirrit
málskjala, og eru þau nú meðal kansellískjala í Þjóðskjalasafni.6 Skjölin
eru þessi:
1. Málskjöl úr héraði 1689 og 1690, skrifuð eftir héraðsþingbókinni,
og er eftirritið staðfest með nöfnum og innsiglum 18. júlí 1690 í Fagra-
dal af Rögnvaldi Sigmundssyni sýslumanni, Vigfúsi Jónssyni, Jóni Stein-
þórssyni og Torfa Jónssyni. Síðast vottar Rögnvaldur Sigmundsson um
þá Vigfús, Jón og Torfa, að þeir séu frómir, erlegir og valinkunnir dánu-
menn til orða og gjörða, það hann framast viti. Eftir þessum skjölum er
mál Klemusar rakið hér á eftir og mikilvægustu kaflarnir teknir orðrétt
upp.
2. Alþingisdómurinn frá 1690. Fyrirsögn: ‘Anno 1690 þann 1 Julij.’
Orðamunur miðað við meginmálstexta í Alþingisbókum lslands VIII
277-78:
-f- fyrirsögn. 6 var] er. 7 valdsmannsins] + Rognvalldss Sigmundssonar. 16] 26.
8 Þar] Og þar. 20 þingsannað] þyngsuarid. 21 nefndarvotta] nefndar Wætta. 25
þar] Hafe. 26 máli] galldramále. 28 játaði] Jatar. 29 nefndarmenn] Vtnefndar
Menn. 30 framanskrifaðar] hier Jnnfærdar. 31-32 Riette landsenss. 38 sénan] sied-
ann. 44 gengi] hefde. 49 Vggande. 51-52 og—ódáðamaður] sem suarinn og sann-
pröfadur Ödádamadur/ og J Ellde brennast.
annáll); II 284 (Fitjaannáll); III 361 (Eyrarannáll); III 488 (Grímsstaðaannáll).
Safn til sögu ísl. og ísl. bókmenta II 763-64 (Hirðstjóraannáll Jóns Halldórssonar
prófasts í Hítardal).
4 Lovsamling for Island I, Kh. 1853, bls. 400-01. Siglaugur Brynleifsson,
Galdrar og brennudómar, Rvk. 1976, bls. 204.
5 Ann. 1400-1800 I 416.
6 Skjalasafn kansellísins, KA 4. Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður vísaði mér
á þessi skjöl, og kann ég honum bestu þakkir fyrir.
Gripla VI — 5